Jeff Who? auglýsir vodka í Bandaríkjunum 17. febrúar 2010 04:00 við tökur Jeff Who? voru í tökum fyrir vodkaframleiðandann Reyka í stúdíói Latabæjar í gær.fréttablaðið/anton „Við getum alveg verið vodkamenn, ef það hittir þannig á,“ segir Elís Pétursson, yfirleitt þekktur sem Elli, bassaleikari hljómsveitarinnar Jeff Who? Hann er þó fljótur að bæta við skýrum skilaboðum: „En við erum reglumenn, maður þarf að kunna að fara með svona hluti.“ Jeff Who? tekur þátt í markaðssetningu Reyka vodka í Bandaríkjunum þegar ný herferð fer í gang í apríl. Hljómsveitin tók upp lög í myndveri Latabæjar í gær og myndbandið verður notað í herferðinni, sem fer hvorki í sjónvarp né á Netið. Í staðinn ferðast myndbandið milli valdra borga í Bandaríkjunum og verður spilað á skemmti- og veitingastöðum. Í bakgrunni verða valdar myndir frá íslensku mannlífi og náttúru, en ljósmyndarinn Ari Magg var fenginn til verksins. Elli segir samstarfið við vodkaframleiðandann vera krúttlegt, enda njóti báðir aðilar góðs af. Hann veit þó ekki hvort meðlimir hljómsveitarinnar verði ríkir af samstarfinu, þó að hann voni það. „Maður segir ekki nei við peningum í þessu ástandi,“ segir hann í léttum dúr. Spurður hvort það sé töff fyrir hljómsveit að auglýsa vodka, segir Elli að Reyka sé svokallaður gæðavodki. „Þá er það mjög töff – svolítið klassí,“ segir hann og hlær. „Við segjum ekki já við hvaða vöru sem er – við myndum ekki auglýsa tómatsósu, eða eitthvað.“ - afb Mest lesið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Spamalot í London Bíó og sjónvarp Deep Purple kemur til Íslands í fjórða sinn Tónlist Tony Hawk á Íslandi: Heilsaði upp á aðdáendur í Brettagarðinum og skoðaði Jökulsárlón Lífið RIFF kvikmyndakviss Bíó og sjónvarp Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Sjá meira
„Við getum alveg verið vodkamenn, ef það hittir þannig á,“ segir Elís Pétursson, yfirleitt þekktur sem Elli, bassaleikari hljómsveitarinnar Jeff Who? Hann er þó fljótur að bæta við skýrum skilaboðum: „En við erum reglumenn, maður þarf að kunna að fara með svona hluti.“ Jeff Who? tekur þátt í markaðssetningu Reyka vodka í Bandaríkjunum þegar ný herferð fer í gang í apríl. Hljómsveitin tók upp lög í myndveri Latabæjar í gær og myndbandið verður notað í herferðinni, sem fer hvorki í sjónvarp né á Netið. Í staðinn ferðast myndbandið milli valdra borga í Bandaríkjunum og verður spilað á skemmti- og veitingastöðum. Í bakgrunni verða valdar myndir frá íslensku mannlífi og náttúru, en ljósmyndarinn Ari Magg var fenginn til verksins. Elli segir samstarfið við vodkaframleiðandann vera krúttlegt, enda njóti báðir aðilar góðs af. Hann veit þó ekki hvort meðlimir hljómsveitarinnar verði ríkir af samstarfinu, þó að hann voni það. „Maður segir ekki nei við peningum í þessu ástandi,“ segir hann í léttum dúr. Spurður hvort það sé töff fyrir hljómsveit að auglýsa vodka, segir Elli að Reyka sé svokallaður gæðavodki. „Þá er það mjög töff – svolítið klassí,“ segir hann og hlær. „Við segjum ekki já við hvaða vöru sem er – við myndum ekki auglýsa tómatsósu, eða eitthvað.“ - afb
Mest lesið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Spamalot í London Bíó og sjónvarp Deep Purple kemur til Íslands í fjórða sinn Tónlist Tony Hawk á Íslandi: Heilsaði upp á aðdáendur í Brettagarðinum og skoðaði Jökulsárlón Lífið RIFF kvikmyndakviss Bíó og sjónvarp Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Sjá meira