Enski boltinn

Aðgerðin á Ramsey vel heppnuð

Elvar Geir Magnússon skrifar
Aaron Ramsey liggur þjáður.
Aaron Ramsey liggur þjáður.

Tvö bein í hægri fæti Aaron Ramsey hjá Arsenal brotnuðu eftir tæklinguna hræðilegu í leiknum gegn Stoke í gær. Miðjumaðurinn ungi spilar ekki meira á þessu tímabili hið minnsta.

Hann var fluttur með hraði á sjúkrahús þar sem framkvæmd var aðgerð. Hún heppnaðist vel en meiðsli Ramsey eru mjög alvarleg og verður hann frá í langan tíma.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, heimtar að Ryan Shawcross fái meira en þriggja leikja bann fyrir tæklinguna hættulegu. Tony Pulis, stjóri Stoke, segir tæklinguna vissulega hafa verið hrikalega en ver sinn mann og segir Shawcross ekki persónu sem ætli sér að meiða einhvern.

Þess má geta að þetta var fyrsta rauða spjaldið sem Shawcross fær á atvinnumannaferli sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×