Enski boltinn

Eiður lék í 20 mínútur í sigri Tottenham

Elvar Geir Magnússon skrifar
Tottenham er komið upp í fjórða sætið. Leikmenn liðsins fagna hér fyrra marki sínu í dag.
Tottenham er komið upp í fjórða sætið. Leikmenn liðsins fagna hér fyrra marki sínu í dag.

Tottenham vann í dag mikilvægan 2-1 sigur á Everton í baráttu sinni fyrir fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Eiður Smári Guðjohnsen byrjaði á bekknum en kom inn á 70. mínútu.

Roman Pavlyuchenko kom Tottenham yfir eftir sendingu frá Jermain Defoe. Luka Modric skoraði síðan með skoti sem fór í slá og inn og staðan í hálfleik 2-0.

Tottenham réði lögum og lofum í fyrri hálfleiknum en Everton beit frá sér í þeim síðari og Yakubu minnkaði muninn með sínu þriðja marki í vetur. Everton fékk færi til að jafna en þau nýttust ekki og stigin þrjú til heimamanna á White Hart Lane.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×