Innlent

Brutust inn í golfskála á Akureyri

Brotist var inn í golfskálann að Jaðri á Akureyri í nótt og þaðan stolið einhverjum verðmætum. Grunur beindist strax að tveimur mönnum, sem áður hafa gerst brotlegir við lög, og fundust þeir á heimili annars þeirra.

Í fyrstu neituðu þeir öllum sökum en þegar borið var upp á þá að hafa stolið tilteknum hlut úr golfskálanum, sögðust þeir vera alsaklausir af því, því þótt þeir hafi svo sem brotist inn í skálann hafi þeir alls ekki stolið þessum hlut.

En Þar með voru varnir þeirra brostnar og voru þeir vistaðir í fangageymslum í nótt og bíða þess að verða yfirheyrðir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×