Innlent

Ráða 100 starfsmenn í sumar

Helmingur sumarstarfsmanna kemur af Austurlandi.
Helmingur sumarstarfsmanna kemur af Austurlandi.
Um 100 starfsmenn verða ráðnir í sumarafleysingar hjá Alcoa Fjarðaáli, að því er fram kemur í tilkynningu. Hjá fyrirtækinu starfa um 480 manns, en auk þess vinna rúmlega 300 starfsmenn verktaka á svæðinu.

Fram kemur að tæpur helmingur sumarstarfsmannanna sé af Austurlandi en um fjórðungur komi af höfuðborgarsvæðinu. „Um 80 af þeim sem ráðnir verða í sumarafleysingar hjá Fjarðaáli munu starfa við framleiðslu í álverinu í Reyðarfirði.“ - óká



Fleiri fréttir

Sjá meira


×