Sport

Fylkir riftir samningi Pape

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Pape Mamadou Faye í leik með Fylki.
Pape Mamadou Faye í leik með Fylki. Mynd/Stefán

Knattspyrnudeild Fylkis hefur rift samningi sínum við Pape Mamadou Faye vegna trúnaðarbrests.

Þetta kemur fram á heimasíðu Fylkis í dag. „Fylkir hefur bundið miklar vonir við þennan efnilega leikmann, sem hefur leikið knattspyrnu með Fylki frá unga aldri, og því er mjög sárt að þurfa að beita úrræðum sem þessu," segir á heimasíðunni.

Pape lék sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2007 og hefur komið við sögu í öllum átján leikjum liðsins í Pepsi-deildinni í sumar og skorað í þeim fjögur mörk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×