Óvíst um framhald viðræðna 8. mars 2010 06:00 Formenn stjórnarflokkanna telja að samningaviðræður við Breta og Hollendinga um lausn Icesave-málsins eigi að halda áfram þar sem frá var horfið fyrir helgi. Forystumenn stjórnarandstöðunnar segja hins vegar að leggjast þurfi yfir samningsmarkmiðin að nýju í ljósi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar áður en viðræðurnar geta haldið áfram. „Það þarf að vera einhver samhljómur hjá mönnum um það hvað er ásættanlegt sem niðurstaða í málinu ef til viðræðna kemur," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. „Það er ekkert sjálfgefið, eftir þessa þjóðaratkvæðagreiðslu, að menn sjái hlutina með sömu augum." Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Hreyfingarinnar, tekur í sama streng og segir samningsforsendur gjörbreyttar. „Fyrir mér gerir samninganefndin ekki eitt eða neitt í mínu umboði fyrr en ég er búin að ræða við þetta fólk. Ef samninganefndin á að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist mun ég segja mig frá þessu." Steingrímur J. Sigfússon reiknar með því að kalla til formenn allra flokka í dag til viðræðna um framhaldið. Einnig mun hann ræða við formann íslensku samninganefndarinnar um næstu skref. Þá verður staðan að lokinni atkvæðagreiðslu rædd á þingi í dag. „Ég túlka orð stjórnarandstöðunnar ekki með þeim hætti að samstaðan um frekari samningaviðræður sé brostin. Ég vil allavega ekki gefa mér það fyrr en á reynir," segir Steingrímur. „Við byrjum að sjálfsögðu á því að láta á það reyna hvort ekki verður haldið áfram þar sem frá var horfið. Ég trúi því ekki að menn ætli að hlaupa frá þessu núna því ég sé ekki í grófum dráttum hvers vegna það ætti að vera." Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er sama sinnis og segir það nauðsynlegt „að taka sem fyrst upp samningaviðræðurnar þar sem frá var horfið". „Nei, ég íhugaði ekki afsögn á neinum tímapunkti af alvöru," segir Jóhanna um orð Steingríms í útvarpsþættinum Sprengisandi í gær en hann sagðist hafa íhugað afsögn eftir að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, vísaði lögunum til þjóðarinnar í janúar. „Auðvitað kom þetta til tals á milli okkar Steingríms. En hann vill taka slaginn eins og ég." Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Sjá meira
Formenn stjórnarflokkanna telja að samningaviðræður við Breta og Hollendinga um lausn Icesave-málsins eigi að halda áfram þar sem frá var horfið fyrir helgi. Forystumenn stjórnarandstöðunnar segja hins vegar að leggjast þurfi yfir samningsmarkmiðin að nýju í ljósi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar áður en viðræðurnar geta haldið áfram. „Það þarf að vera einhver samhljómur hjá mönnum um það hvað er ásættanlegt sem niðurstaða í málinu ef til viðræðna kemur," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. „Það er ekkert sjálfgefið, eftir þessa þjóðaratkvæðagreiðslu, að menn sjái hlutina með sömu augum." Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Hreyfingarinnar, tekur í sama streng og segir samningsforsendur gjörbreyttar. „Fyrir mér gerir samninganefndin ekki eitt eða neitt í mínu umboði fyrr en ég er búin að ræða við þetta fólk. Ef samninganefndin á að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist mun ég segja mig frá þessu." Steingrímur J. Sigfússon reiknar með því að kalla til formenn allra flokka í dag til viðræðna um framhaldið. Einnig mun hann ræða við formann íslensku samninganefndarinnar um næstu skref. Þá verður staðan að lokinni atkvæðagreiðslu rædd á þingi í dag. „Ég túlka orð stjórnarandstöðunnar ekki með þeim hætti að samstaðan um frekari samningaviðræður sé brostin. Ég vil allavega ekki gefa mér það fyrr en á reynir," segir Steingrímur. „Við byrjum að sjálfsögðu á því að láta á það reyna hvort ekki verður haldið áfram þar sem frá var horfið. Ég trúi því ekki að menn ætli að hlaupa frá þessu núna því ég sé ekki í grófum dráttum hvers vegna það ætti að vera." Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er sama sinnis og segir það nauðsynlegt „að taka sem fyrst upp samningaviðræðurnar þar sem frá var horfið". „Nei, ég íhugaði ekki afsögn á neinum tímapunkti af alvöru," segir Jóhanna um orð Steingríms í útvarpsþættinum Sprengisandi í gær en hann sagðist hafa íhugað afsögn eftir að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, vísaði lögunum til þjóðarinnar í janúar. „Auðvitað kom þetta til tals á milli okkar Steingríms. En hann vill taka slaginn eins og ég."
Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Sjá meira