Óvíst um framhald viðræðna 8. mars 2010 06:00 Formenn stjórnarflokkanna telja að samningaviðræður við Breta og Hollendinga um lausn Icesave-málsins eigi að halda áfram þar sem frá var horfið fyrir helgi. Forystumenn stjórnarandstöðunnar segja hins vegar að leggjast þurfi yfir samningsmarkmiðin að nýju í ljósi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar áður en viðræðurnar geta haldið áfram. „Það þarf að vera einhver samhljómur hjá mönnum um það hvað er ásættanlegt sem niðurstaða í málinu ef til viðræðna kemur," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. „Það er ekkert sjálfgefið, eftir þessa þjóðaratkvæðagreiðslu, að menn sjái hlutina með sömu augum." Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Hreyfingarinnar, tekur í sama streng og segir samningsforsendur gjörbreyttar. „Fyrir mér gerir samninganefndin ekki eitt eða neitt í mínu umboði fyrr en ég er búin að ræða við þetta fólk. Ef samninganefndin á að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist mun ég segja mig frá þessu." Steingrímur J. Sigfússon reiknar með því að kalla til formenn allra flokka í dag til viðræðna um framhaldið. Einnig mun hann ræða við formann íslensku samninganefndarinnar um næstu skref. Þá verður staðan að lokinni atkvæðagreiðslu rædd á þingi í dag. „Ég túlka orð stjórnarandstöðunnar ekki með þeim hætti að samstaðan um frekari samningaviðræður sé brostin. Ég vil allavega ekki gefa mér það fyrr en á reynir," segir Steingrímur. „Við byrjum að sjálfsögðu á því að láta á það reyna hvort ekki verður haldið áfram þar sem frá var horfið. Ég trúi því ekki að menn ætli að hlaupa frá þessu núna því ég sé ekki í grófum dráttum hvers vegna það ætti að vera." Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er sama sinnis og segir það nauðsynlegt „að taka sem fyrst upp samningaviðræðurnar þar sem frá var horfið". „Nei, ég íhugaði ekki afsögn á neinum tímapunkti af alvöru," segir Jóhanna um orð Steingríms í útvarpsþættinum Sprengisandi í gær en hann sagðist hafa íhugað afsögn eftir að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, vísaði lögunum til þjóðarinnar í janúar. „Auðvitað kom þetta til tals á milli okkar Steingríms. En hann vill taka slaginn eins og ég." Mest lesið Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Erlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Fleiri fréttir Þurfti að hætta sundi vegna öryggisástæðna Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Sjá meira
Formenn stjórnarflokkanna telja að samningaviðræður við Breta og Hollendinga um lausn Icesave-málsins eigi að halda áfram þar sem frá var horfið fyrir helgi. Forystumenn stjórnarandstöðunnar segja hins vegar að leggjast þurfi yfir samningsmarkmiðin að nýju í ljósi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar áður en viðræðurnar geta haldið áfram. „Það þarf að vera einhver samhljómur hjá mönnum um það hvað er ásættanlegt sem niðurstaða í málinu ef til viðræðna kemur," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. „Það er ekkert sjálfgefið, eftir þessa þjóðaratkvæðagreiðslu, að menn sjái hlutina með sömu augum." Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Hreyfingarinnar, tekur í sama streng og segir samningsforsendur gjörbreyttar. „Fyrir mér gerir samninganefndin ekki eitt eða neitt í mínu umboði fyrr en ég er búin að ræða við þetta fólk. Ef samninganefndin á að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist mun ég segja mig frá þessu." Steingrímur J. Sigfússon reiknar með því að kalla til formenn allra flokka í dag til viðræðna um framhaldið. Einnig mun hann ræða við formann íslensku samninganefndarinnar um næstu skref. Þá verður staðan að lokinni atkvæðagreiðslu rædd á þingi í dag. „Ég túlka orð stjórnarandstöðunnar ekki með þeim hætti að samstaðan um frekari samningaviðræður sé brostin. Ég vil allavega ekki gefa mér það fyrr en á reynir," segir Steingrímur. „Við byrjum að sjálfsögðu á því að láta á það reyna hvort ekki verður haldið áfram þar sem frá var horfið. Ég trúi því ekki að menn ætli að hlaupa frá þessu núna því ég sé ekki í grófum dráttum hvers vegna það ætti að vera." Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er sama sinnis og segir það nauðsynlegt „að taka sem fyrst upp samningaviðræðurnar þar sem frá var horfið". „Nei, ég íhugaði ekki afsögn á neinum tímapunkti af alvöru," segir Jóhanna um orð Steingríms í útvarpsþættinum Sprengisandi í gær en hann sagðist hafa íhugað afsögn eftir að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, vísaði lögunum til þjóðarinnar í janúar. „Auðvitað kom þetta til tals á milli okkar Steingríms. En hann vill taka slaginn eins og ég."
Mest lesið Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Erlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Fleiri fréttir Þurfti að hætta sundi vegna öryggisástæðna Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Sjá meira