Innlent

Vodafone býður viðskiptavinum að hringja frítt

Úr auglýsingu í tengslum við Inspired by Iceland.
Úr auglýsingu í tengslum við Inspired by Iceland.

Viðskiptavinum Vodafone býðst um helgina að hringja frítt úr heimilissímanum til útlanda, í tilefni af kynningarátaki Íslensku þjóðarinnar sem ætlað er að laða erlenda ferðamenn til Íslands.

Með því vill Vodafone leggja sitt af mörkum svo Íslendingar geti talað við vini og ættingja erlendis og hvatt þá til að kynna sér áfangastaðinn Ísland eins og segir í tilkynningu frá símafyrirtækinu.

Það var Síminn sem reið á vaðið og nú fylgir Vodafone á eftir.

Tilboðið um frí símtöl úr heimasímanum gildir í tvo sólarhringa, frá miðnætti aðfararnótt laugardags til miðnættis aðfararnótt mánudags. Það gildir um símtöl í heimasíma og GSM síma erlendis, en ekki í símanúmer sem bera yfirverð - t.d. söfnunarnúmer eða þjónustunúmer.


Tengdar fréttir

Síminn býður viðskiptavinum að hringja frítt til útlanda

Síminn ætlar að bjóða viðskiptavinum sínum sem eiga heimasíma að hringja án endurgjalds í vini og kunningja í útlöndum á laugardag og sunnudag. Þetta gerir Síminn til að vekja athygli á átakinu „Inspired by Iceland“ sem er markaðsátak íslenskra stjórnvalda og ferðaþjónustunnar á erlendum mörkuðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×