Innlent

Kynslóðir saman á veiðum

x
x
„Ég er nú hættur að vinna, þetta er bara áhugamál,“ sagði Kristján Pétursson sjómaður sem hafði lokið löndun á Arnarstapa eftir túr dagsins þegar Fréttablaðið hitti hann í vikunni. Kristján er einn fjölmargra sem stunda strandveiðar. Höfnin á Arnarstapa var þétt skipuð bátum á þriðjudag en strandveiðitímabilið hófst á mánudag.

Barnabarn Kristjáns, Fannar Freyr Magnússon, er háseti hjá honum á bátnum Teistu og höfðu þeir langfeðgar veitt dagskammtinn, 773 kíló, á fimm tímum. „Við vorum bara tvo tíma að þessu á mánudag,“ segir Kristján sem er frá Akranesi og hefur stundað sjóinn síðan 1954. - sbt



Fleiri fréttir

Sjá meira


×