Rýrir trúverðugleika íslenskra fjölmiðla Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. apríl 2010 19:00 Samsetning eignarhalds á stærstu einkareknu fjölmiðlunum á Íslandi er ekki gefin upp sundurliðuð. Formaður Blaðamannafélags Íslands segir það mjög óeðlilegt og að það rýri trúverðugleika íslenskra fjölmiðla. Engin lagaskylda hvílir einkareknum fjölmiðlum um að þeir gefi upp hverjir eigi þá. Og sundurliðun eignarhalds á stærstu einkareknu fjölmiðlunum liggur ekki fyrir Að sögn Óskars Magnússonar eru stærstu eigendur Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins og mbl.is, auk hans sjálfs félagið Krossanes ehf. sem er í eigu Samherja og Hlynur ehf. sem er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur. Innbyrðis skipting þessara hluthafa fékkst ekki upp gefin. Eigendur fjörutíu til fimmtíu prósents hlutafjár eru m.a Rammi hf. á Siglufirði og Páll H. Pálsson útgerðarmaður oft kenndur við Vísi. Þá má nefna Gunnar B. Dungal, Þorgeir Baldursson í Odda og Ásgeir Bolla Kristinsson, sem hér áður fyrr var kenndur við verslunina Sautján. DV hefur sem kunngt er skipt um eigendur og blaðið er nú gefið út af DV ehf., er í eigu Lilju Skaftadóttur sem á 32 prósenta hlut og Reynis Traustasonar sem á 33 prósent, en þau eru stærstu hluthafarnir. Aðrir smærri hluthafar eru t.d Bogi Emilsson og Halldór Jörgensson, sem saman fara með 16 prósenta hlut, verðbréfafyrirtækið Arev ehf. og Catalina ehf. sem rekur samnefnda krá í Kópavogi. 365 miðlar, sem eiga og reka Fréttablaðið, Stöð 2, Vísi og Bylguna eru í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, sem á rúmlega 90 prósenta hlut en Ari Edwald, forstjóri og Stefán Hilmarsson, fjármálastjóri eiga svo samtals tæplega 10 prósenta hlut. Hlutafé var aukið hinn 1. apríl og sé miðað við heildarhlutafé er hlutur Ingibjargar 72 prósent og Ara og Stefáns 8 prósent. Ekki fæst upp gefið hverjir séu eigendur 20 prósent hlutafjár í svokölluðum B-hluta, en enginn atkvæðisréttur fylgir því hlutafé. Myllusetur ehf. er útgáfufélag Viðskiptablaðsins og að sögn Péturs Árna Jónssonar, útgefanda, eru tveir þriðju hlutar hlutafjár í hans eigu og á Sveinn Biering Jónsson einn þriðja. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir það óeðlilegt ekki liggi fyrir nákvæm samsetning hlutafjár hjá einkareknum fjölmiðlum. Það sama gildi um upplýsingar um eignarhaldið og styrki til stjórnmálaflokka, almenningur eigi heimtingu á að vita hverjir það séu sem standi þeim að baki. Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira
Samsetning eignarhalds á stærstu einkareknu fjölmiðlunum á Íslandi er ekki gefin upp sundurliðuð. Formaður Blaðamannafélags Íslands segir það mjög óeðlilegt og að það rýri trúverðugleika íslenskra fjölmiðla. Engin lagaskylda hvílir einkareknum fjölmiðlum um að þeir gefi upp hverjir eigi þá. Og sundurliðun eignarhalds á stærstu einkareknu fjölmiðlunum liggur ekki fyrir Að sögn Óskars Magnússonar eru stærstu eigendur Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins og mbl.is, auk hans sjálfs félagið Krossanes ehf. sem er í eigu Samherja og Hlynur ehf. sem er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur. Innbyrðis skipting þessara hluthafa fékkst ekki upp gefin. Eigendur fjörutíu til fimmtíu prósents hlutafjár eru m.a Rammi hf. á Siglufirði og Páll H. Pálsson útgerðarmaður oft kenndur við Vísi. Þá má nefna Gunnar B. Dungal, Þorgeir Baldursson í Odda og Ásgeir Bolla Kristinsson, sem hér áður fyrr var kenndur við verslunina Sautján. DV hefur sem kunngt er skipt um eigendur og blaðið er nú gefið út af DV ehf., er í eigu Lilju Skaftadóttur sem á 32 prósenta hlut og Reynis Traustasonar sem á 33 prósent, en þau eru stærstu hluthafarnir. Aðrir smærri hluthafar eru t.d Bogi Emilsson og Halldór Jörgensson, sem saman fara með 16 prósenta hlut, verðbréfafyrirtækið Arev ehf. og Catalina ehf. sem rekur samnefnda krá í Kópavogi. 365 miðlar, sem eiga og reka Fréttablaðið, Stöð 2, Vísi og Bylguna eru í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, sem á rúmlega 90 prósenta hlut en Ari Edwald, forstjóri og Stefán Hilmarsson, fjármálastjóri eiga svo samtals tæplega 10 prósenta hlut. Hlutafé var aukið hinn 1. apríl og sé miðað við heildarhlutafé er hlutur Ingibjargar 72 prósent og Ara og Stefáns 8 prósent. Ekki fæst upp gefið hverjir séu eigendur 20 prósent hlutafjár í svokölluðum B-hluta, en enginn atkvæðisréttur fylgir því hlutafé. Myllusetur ehf. er útgáfufélag Viðskiptablaðsins og að sögn Péturs Árna Jónssonar, útgefanda, eru tveir þriðju hlutar hlutafjár í hans eigu og á Sveinn Biering Jónsson einn þriðja. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir það óeðlilegt ekki liggi fyrir nákvæm samsetning hlutafjár hjá einkareknum fjölmiðlum. Það sama gildi um upplýsingar um eignarhaldið og styrki til stjórnmálaflokka, almenningur eigi heimtingu á að vita hverjir það séu sem standi þeim að baki.
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira