Framleiðandi merkir tískuvörur Gyðju vitlaust 15. febrúar 2010 05:00 Vex hratt Hönnunarmerki Sigrúnar Lilju Guðjónsdóttur, Gyðja Collection, hefur vaxið hratt undanfarna mánuði.Mynd/ásta kristjánsdóttir „Þetta er allt mín hönnun, en í sumum tilfellum er vitlaust nafn skráð,“ segir Sigrún Lilja Guðjónsdóttir, hönnuður og eigandi Gyðju Collection, en á síðu kínversks vöruframleiðanda má sjá myndir af hönnun Sigrúnar Lilju og eru þær sumar hverjar merktar sem hönnun óþekkts Mr. Stephano og hefur það vakið nokkra furðu. „Framleiðandi minn er kínverskur og er umrædd vefsíða í hans umsjón og þar sýnir hann þær vörur sem hann hefur framleitt fyrir viðskiptavini sína. Mér hafði áður verið bent á að önnur nöfn stæðu undir myndum af mínum vörum, ég hafði samband við hann í kjölfarið og hann staðfesti þetta við mig. Ég bað hann þá um að leiðrétta þetta og merkja vörurnar rétt og ég vissi ekki betur en að hann hafi gert það, en svo virðist ekki vera.“ Hún segir Kínverja með annan hugsunarhátt en Íslendinga þegar komi að viðskiptum og fyrir þeim er höfundaréttur ekki eins heilagur og mörgum öðrum. „Gyðja er lítið fyrirtæki á kínverskum skala og mig grunar að þeim þyki flottara að merkja vörurnar ítölsku fyrirtæki heldur en litlu íslensku hönnunarfyrirtæki,“ segir Sigrún Lilja. Séu myndirnar skoðaðar ítarlega má vel greina að töskurnar bera merki Gyðju Collection en ofan á það hefur merki kínverska fyrirtækisins, verið teiknað með aðstoð tölvutækninnar. „Þetta er mjög algengt vandamál í tískuheiminum, að verið er sé að stela hönnun frá öðrum. Gyðja hefur vaxið mikið á skömmum tíma og ég gerði mér bara enga grein fyrir því að þetta væri vandamál sem ég þyrfti að hafa í huga. Mér þykir þetta ákaflega leiðinlegar fréttir og ég mun að sjálfsögðu hafa aftur samband við framleiðandann tafarlaust og biðja hann um að leiðrétta þennan misskilning. Ef þetta er ekki vel framsett hjá þeim þá getur þetta skaðað merkið mitt og mitt nafn og það er afskaplega slæmt,“ segir Sigrún Lilja að lokum. sara@frrettabladid.is Mest lesið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Spamalot í London Bíó og sjónvarp Tony Hawk á Íslandi: Heilsaði upp á aðdáendur í Brettagarðinum og skoðaði Jökulsárlón Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Deep Purple kemur til Íslands í fjórða sinn Tónlist RIFF kvikmyndakviss Bíó og sjónvarp Feðraveldishryllingur á RIFF Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Sjá meira
„Þetta er allt mín hönnun, en í sumum tilfellum er vitlaust nafn skráð,“ segir Sigrún Lilja Guðjónsdóttir, hönnuður og eigandi Gyðju Collection, en á síðu kínversks vöruframleiðanda má sjá myndir af hönnun Sigrúnar Lilju og eru þær sumar hverjar merktar sem hönnun óþekkts Mr. Stephano og hefur það vakið nokkra furðu. „Framleiðandi minn er kínverskur og er umrædd vefsíða í hans umsjón og þar sýnir hann þær vörur sem hann hefur framleitt fyrir viðskiptavini sína. Mér hafði áður verið bent á að önnur nöfn stæðu undir myndum af mínum vörum, ég hafði samband við hann í kjölfarið og hann staðfesti þetta við mig. Ég bað hann þá um að leiðrétta þetta og merkja vörurnar rétt og ég vissi ekki betur en að hann hafi gert það, en svo virðist ekki vera.“ Hún segir Kínverja með annan hugsunarhátt en Íslendinga þegar komi að viðskiptum og fyrir þeim er höfundaréttur ekki eins heilagur og mörgum öðrum. „Gyðja er lítið fyrirtæki á kínverskum skala og mig grunar að þeim þyki flottara að merkja vörurnar ítölsku fyrirtæki heldur en litlu íslensku hönnunarfyrirtæki,“ segir Sigrún Lilja. Séu myndirnar skoðaðar ítarlega má vel greina að töskurnar bera merki Gyðju Collection en ofan á það hefur merki kínverska fyrirtækisins, verið teiknað með aðstoð tölvutækninnar. „Þetta er mjög algengt vandamál í tískuheiminum, að verið er sé að stela hönnun frá öðrum. Gyðja hefur vaxið mikið á skömmum tíma og ég gerði mér bara enga grein fyrir því að þetta væri vandamál sem ég þyrfti að hafa í huga. Mér þykir þetta ákaflega leiðinlegar fréttir og ég mun að sjálfsögðu hafa aftur samband við framleiðandann tafarlaust og biðja hann um að leiðrétta þennan misskilning. Ef þetta er ekki vel framsett hjá þeim þá getur þetta skaðað merkið mitt og mitt nafn og það er afskaplega slæmt,“ segir Sigrún Lilja að lokum. sara@frrettabladid.is
Mest lesið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Spamalot í London Bíó og sjónvarp Tony Hawk á Íslandi: Heilsaði upp á aðdáendur í Brettagarðinum og skoðaði Jökulsárlón Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Deep Purple kemur til Íslands í fjórða sinn Tónlist RIFF kvikmyndakviss Bíó og sjónvarp Feðraveldishryllingur á RIFF Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Sjá meira