Stofnfjáreigendur í Húnaþingi spyrja um persónulegar ábyrgðir annarra Kristján Már Unnarsson skrifar 17. mars 2010 18:34 Stofnfjáreigendur í Húnaþingi, sem bíða þess að gengið verði að eignum þeirra, leita svara við því hvort þeir sem keyptu bréf í nafni einkahlutafélaga, séu lausir undan persónulegum ábyrgðum. Meðal þeirra eru þrír starfsmenn Sparisjóðs Keflavíkur, allt fruminnherjar, sem skulda hátt í einn milljarð króna. Um 140 einstaklingar við innanverðan Húnaflóa, að miklu leyti bændur, horfa fram á þungar búsifjar þegar þriggja milljarða króna skuldir verða innheimtar vegna kaupa þeirra á stofnfjárbréfum fyrir tveimur árum í tengslum við sameiningu Sparisjóðs Húnaþings og Stranda við Sparisjóð Keflavíkur. Bréfin keypti fólkið undantekningalaust í eigin nafni og kröfuhafarnir, Landsbankinn og Sparisjóður Keflavíkur, líta svo á að það sé í persónulegum ábyrgðum. Fulltrúar Húnvetninga, sem sjá meðal annars fram á að missa íbúðarhús og bújarðir, hafa í viðræðum við bankana spurt hvort einnig verði gengið að persónulegum eignum þeirra einstaklinga sem keyptu stofnfjárbréf á sama tíma í nafni einkahlutafélaga, en fengið óljós svör. Félagið Miðvörður ehf. er eitt dæmið en þrír starfsmenn sparisjóðsins í Keflavík, allt fruminnherjar, þeirra á meðal forstöðumaður fjármálasviðs, keyptu í nafni Miðvarðar stofnfjárbréf í Sparisjóði Keflavíkur og BYR fyrir um 400 milljónir króna, að mestu leyti fyrir erlent lán. Verðmæti bréfanna er hrunið en eftir situr risaskuld í félaginu, 925 milljónir króna, samkvæmt ársreikningi í fyrra. Líklegt verður að telja að Miðvörður ehf. fari í gjaldþrot en Þröstur Leósson, sem skráður er framkvæmdastjóri Miðvarðar, vill ekki svara því hvort krafan tapast þar með og afskrifast eða hvort þeir eigendurnir séu í persónulegum ábyrgðum. Hann vill heldur ekki upplýsa hver lánaði þeim peningana en tekur fram að það hafi ekki verið Sparisjóður Keflavíkur. Þremenningarnir eru enn allir starfandi í Sparisjóðnum. Svo virðist sem það hafi verið regla fremur en undantekning að lán til kaupsýslumanna og lykilstarfsmanna í bönkum vegna verðbréfakaupa hafi verið veitt gegn veðum í bréfunum sjálfum án þess að krafist væri persónulegra ábyrgða. Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Sjá meira
Stofnfjáreigendur í Húnaþingi, sem bíða þess að gengið verði að eignum þeirra, leita svara við því hvort þeir sem keyptu bréf í nafni einkahlutafélaga, séu lausir undan persónulegum ábyrgðum. Meðal þeirra eru þrír starfsmenn Sparisjóðs Keflavíkur, allt fruminnherjar, sem skulda hátt í einn milljarð króna. Um 140 einstaklingar við innanverðan Húnaflóa, að miklu leyti bændur, horfa fram á þungar búsifjar þegar þriggja milljarða króna skuldir verða innheimtar vegna kaupa þeirra á stofnfjárbréfum fyrir tveimur árum í tengslum við sameiningu Sparisjóðs Húnaþings og Stranda við Sparisjóð Keflavíkur. Bréfin keypti fólkið undantekningalaust í eigin nafni og kröfuhafarnir, Landsbankinn og Sparisjóður Keflavíkur, líta svo á að það sé í persónulegum ábyrgðum. Fulltrúar Húnvetninga, sem sjá meðal annars fram á að missa íbúðarhús og bújarðir, hafa í viðræðum við bankana spurt hvort einnig verði gengið að persónulegum eignum þeirra einstaklinga sem keyptu stofnfjárbréf á sama tíma í nafni einkahlutafélaga, en fengið óljós svör. Félagið Miðvörður ehf. er eitt dæmið en þrír starfsmenn sparisjóðsins í Keflavík, allt fruminnherjar, þeirra á meðal forstöðumaður fjármálasviðs, keyptu í nafni Miðvarðar stofnfjárbréf í Sparisjóði Keflavíkur og BYR fyrir um 400 milljónir króna, að mestu leyti fyrir erlent lán. Verðmæti bréfanna er hrunið en eftir situr risaskuld í félaginu, 925 milljónir króna, samkvæmt ársreikningi í fyrra. Líklegt verður að telja að Miðvörður ehf. fari í gjaldþrot en Þröstur Leósson, sem skráður er framkvæmdastjóri Miðvarðar, vill ekki svara því hvort krafan tapast þar með og afskrifast eða hvort þeir eigendurnir séu í persónulegum ábyrgðum. Hann vill heldur ekki upplýsa hver lánaði þeim peningana en tekur fram að það hafi ekki verið Sparisjóður Keflavíkur. Þremenningarnir eru enn allir starfandi í Sparisjóðnum. Svo virðist sem það hafi verið regla fremur en undantekning að lán til kaupsýslumanna og lykilstarfsmanna í bönkum vegna verðbréfakaupa hafi verið veitt gegn veðum í bréfunum sjálfum án þess að krafist væri persónulegra ábyrgða.
Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Sjá meira