Sólheimum ekki lokað segir ráðherra 29. október 2010 06:00 Sólheimar í Grímsnesi hafa verið starfandi í um 80 ár, og sá sem lengst hefur búið þar hefur átt þar heimili í um 60 ár.Fréttablaðið/Jón Sigurður Félagsmál Framkvæmdastjóri Sólheima í Grímsnesi segir starfseminni sjálfhætt um áramót ákveði ríkið ekki að tryggja þjónustu Sólheima þegar þjónusta við fatlaða verður færð frá ríki til sveitarfélaga. „Við erum skilin eftir [...], við erum að lenda í 100 prósenta niðurskurði um áramót," segir Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima, sem er heimili 43 fatlaðra einstaklinga. Guðbjartur Hannesson, félags- og tryggingamálaráðherra, segir að hann hafi ekki náð að kynna sér umkvörtunarefni stjórnenda Sólheima. Það sé þó skýrt að Sólheimum verði ekki lokað. Guðmundur segir að stjórnendur Sólheima hafi fengið þau skilaboð að engin framlög til Sólheima verði á fjárlögum næsta árs, en um 270 milljónir voru eyrnamerktar starfseminni í ár. Sveitarfélögin munu taka yfir samninga ríkisins við sjálfstæða aðila sem veita fötluðum þjónustu. Guðmundur segir engan samning hafa verið í gildi við Sólheima síðustu tvö ár. Deilt hefur verið um niðurskurð og því ekki samið. „Við gerum þá kröfu að ríkið veiti okkur sömu tryggingu og það veitir sveitarfélögunum," segir Guðmundur. „Við erum að tala um líf, öryggi og þjónustu við 43 fatlaða einstaklinga, þetta eru ekki einhverjar tölur á blaði." Sólheimar hafa verið starfandi frá árinu 1930. Elsti íbúi Sólheima hefur búið þar í um 60 ár, segir Guðmundur. „Við höfum reynt að milda þetta eins og við getum gagnvart okkar fólki, en fólkið okkar er miður sín, það er ekkert öðruvísi."- bj Tengdar fréttir Framtíð Sólheima í uppnámi: „Svona gerir maður ekki" Framtíð Sólheima ræðst á næstu 60 dögum. Framkvæmdastjóri Sólheima segir duttlunga og vinnubrögð félagsmálaráðuneytisins setja velferð íbúanna, sem eru 43, í algjört uppnám. 28. október 2010 19:45 Þingmaður: Ráðuneytið hefur horn í síðu Sólheima „Um langt árabil hefur félagsmálaráðuneytið og fjölmargir ráðherrar haft horn í síðu uppbyggingarinnar á Sólheimum. Alltof lengi hefur ekki verið friður um þessa starfsemi,“ segir Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. 28. október 2010 21:27 Sólheimar hugsanlega úr sögunni Grundvöllur fyrir starfi Sólheima í Grímsnesi að málefnum fatlaðra gæti verið brostinn, segir í samþykkt fulltrúaráðs Sólheima frá því í gærkvöldi. 28. október 2010 14:07 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Félagsmál Framkvæmdastjóri Sólheima í Grímsnesi segir starfseminni sjálfhætt um áramót ákveði ríkið ekki að tryggja þjónustu Sólheima þegar þjónusta við fatlaða verður færð frá ríki til sveitarfélaga. „Við erum skilin eftir [...], við erum að lenda í 100 prósenta niðurskurði um áramót," segir Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima, sem er heimili 43 fatlaðra einstaklinga. Guðbjartur Hannesson, félags- og tryggingamálaráðherra, segir að hann hafi ekki náð að kynna sér umkvörtunarefni stjórnenda Sólheima. Það sé þó skýrt að Sólheimum verði ekki lokað. Guðmundur segir að stjórnendur Sólheima hafi fengið þau skilaboð að engin framlög til Sólheima verði á fjárlögum næsta árs, en um 270 milljónir voru eyrnamerktar starfseminni í ár. Sveitarfélögin munu taka yfir samninga ríkisins við sjálfstæða aðila sem veita fötluðum þjónustu. Guðmundur segir engan samning hafa verið í gildi við Sólheima síðustu tvö ár. Deilt hefur verið um niðurskurð og því ekki samið. „Við gerum þá kröfu að ríkið veiti okkur sömu tryggingu og það veitir sveitarfélögunum," segir Guðmundur. „Við erum að tala um líf, öryggi og þjónustu við 43 fatlaða einstaklinga, þetta eru ekki einhverjar tölur á blaði." Sólheimar hafa verið starfandi frá árinu 1930. Elsti íbúi Sólheima hefur búið þar í um 60 ár, segir Guðmundur. „Við höfum reynt að milda þetta eins og við getum gagnvart okkar fólki, en fólkið okkar er miður sín, það er ekkert öðruvísi."- bj
Tengdar fréttir Framtíð Sólheima í uppnámi: „Svona gerir maður ekki" Framtíð Sólheima ræðst á næstu 60 dögum. Framkvæmdastjóri Sólheima segir duttlunga og vinnubrögð félagsmálaráðuneytisins setja velferð íbúanna, sem eru 43, í algjört uppnám. 28. október 2010 19:45 Þingmaður: Ráðuneytið hefur horn í síðu Sólheima „Um langt árabil hefur félagsmálaráðuneytið og fjölmargir ráðherrar haft horn í síðu uppbyggingarinnar á Sólheimum. Alltof lengi hefur ekki verið friður um þessa starfsemi,“ segir Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. 28. október 2010 21:27 Sólheimar hugsanlega úr sögunni Grundvöllur fyrir starfi Sólheima í Grímsnesi að málefnum fatlaðra gæti verið brostinn, segir í samþykkt fulltrúaráðs Sólheima frá því í gærkvöldi. 28. október 2010 14:07 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Framtíð Sólheima í uppnámi: „Svona gerir maður ekki" Framtíð Sólheima ræðst á næstu 60 dögum. Framkvæmdastjóri Sólheima segir duttlunga og vinnubrögð félagsmálaráðuneytisins setja velferð íbúanna, sem eru 43, í algjört uppnám. 28. október 2010 19:45
Þingmaður: Ráðuneytið hefur horn í síðu Sólheima „Um langt árabil hefur félagsmálaráðuneytið og fjölmargir ráðherrar haft horn í síðu uppbyggingarinnar á Sólheimum. Alltof lengi hefur ekki verið friður um þessa starfsemi,“ segir Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. 28. október 2010 21:27
Sólheimar hugsanlega úr sögunni Grundvöllur fyrir starfi Sólheima í Grímsnesi að málefnum fatlaðra gæti verið brostinn, segir í samþykkt fulltrúaráðs Sólheima frá því í gærkvöldi. 28. október 2010 14:07