Íslenski boltinn

Ólafur Kristjánsson semur við Blika til 2015

Elvar Geir Magnússon skrifar
Nýr samningur Ólafs Kristjánssonar við Breiðablik er til ársins 2015.
Nýr samningur Ólafs Kristjánssonar við Breiðablik er til ársins 2015.

Ólafur Kristjánsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, hefur gert nýjan samning við Kópavogsliðið til 2015. Hann verður því við stjórnvölinn næstu fimm ár.

Frá þessu er greint á vefsíðunni Fótbolti.net en tilkynnt var um samninginn á uppskeruhátíð Breiðabliks í gær.

Ólafur hefur verið þjálfari Breiðabliks síðan 2006, í fyrra varð liðið bikarmeistari og í ár landaðist Íslandsmeistaratitillinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×