Húsvíkingurinn Ásmundur Arnarsson verður áfram við stjórnvölinn hjá karlaliði Fjölnis í knattspyrnu næstu árin.
Ásmundur hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við félagið sem hann hefur þjálfað undanfarin sex ár.
Lið Fjölnis hefur náð eftirtektarverðum árangri undir stjórn Ásmundar, komist í efstu deild og tvisvar farið í bikarúrslit.
Hann var svo ekki fjarri því að koma liðinu aftur upp í deild þeirra bestu í sumar.