Innlent

Taka rútu frá Sauðárkróki til að mótmæla

Gríðarlegur niðurskurður í heilbrigðismálum fer illa með margar byggðir landsins
Gríðarlegur niðurskurður í heilbrigðismálum fer illa með margar byggðir landsins

Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki hvetja íbúa Skagafjarðar og Skagfirðinga, búsetta á höfuðborgarsvæðinu, til að fjölmenna á Austurvöll á morgun kl. 16 og vera viðstödd afhendingu undirskriftalista fólks af öllu landinu, gegn niðurskurði á heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Rúta fer frá Heilbrigðisstofnunni á Sauðárkróki á morgun kl. 11.

Fréttavefurinn Feykir greinir frá þessu.

Hollvinasamtökin hafa þegar sent út beiðni til fyrirtækja í Skagafirði um að hvetja starfsfólk sitt til að fjölmenna á Austurvöll og um að taka þátt í kostnaði við rútuferðir.

Skráning í rútu er í netfangið hebj@simnet.is



Tengill:

Frétt Feykis




Fleiri fréttir

Sjá meira


×