Innlent

Um 79% alkóhólista reykja

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mikill meirihluti alkahólista reykir. Mynd/ afp.
Mikill meirihluti alkahólista reykir. Mynd/ afp.
Um 79% alkóhólista sem koma til meðferðar á Vogi reykja tóbak, samkvæmt könnun sem gerð hefur verið á meðal þeirra. Um 14% hafa reykt en eru hættir en einungis 7% hafa aldrei reykt.

„Þetta er grafalvarlegt mál," segir Valgerður Rúnarsdóttir, læknir á Vogi, í viðtali við SÁÁ blaðið. „Alkóhólistar og aðrir fíklar deyja um aldur fram vegna reykinga. Allsgáðir eða ekki. Áratugir af heilsubresti hrjá marga þeirra einnig vegna reykingatengdra sjúkdóma í lungum, hjarta og æðakerfi auk krabbameina ýmissa," segir Valgerður í samtali við blaðið.

Í blaðinu segir að stórkostlegar breytingar hafi orðið á Íslandi síðustu áratugina og sífellt fækki þeim sem reyki. Neyslustýring með lagasetningum um heft aðgengi eins og hærra verð, reyklaus svæði, tóbakskaupaaldur og auglýsingabann hefur haft sín áhrif.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×