Innlent

Þjófur gleymdi bíl sínum á vettvangi

Þjófur braust inn í nokkra bíla við ofanverðan Laugaveg í Reykjavík á sjötta tímanum í nótt.

Vitni kallaði á lögreglu, en þegar hún nálgaðist tók hann til fótanna. Flýtirinn var svo mikill að hann gleymdi bílnum sínum, sem hann var á, og er hann nú í vörslu lögreglunnar, þannig að auðvelt verður að finna eigandann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×