Innlent

Alhvítt á Akureyri

Alhvítt er nú á Akureyri eftir að þar fór að snjóa í gærkvöldi og þurfa ökumenn að bursta af bílum sínum og skafa rúður í morgunsárið, að sögn lögreglu.

Þá er hálka á öllum götum bæjarins, einkum vegna þess hitastigið er nálægt frostmarki. Gárungarnir velta því fyrir sér hvort starfsmenn skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli hafi beint stútum snjóframleiðslutækjanna eitthvað vitlaust, því snjófarmleiðsla hófst í fjallinu síðdegis í gær.

Þar eru nú góð skilyrði til framleiðslunnar, en stefnt er að því að opna skíðasvæðið í síðasta lagi eftir rúman mánuð






Fleiri fréttir

Sjá meira


×