Innlent

10% íbúa á Akranesi fengu jólaaðstoð í fyrra

Um 600 íbúar Akraness fengu aðstoð Mæðrastyrksnefndar Vesturlands fyrir síðustu jól
Um 600 íbúar Akraness fengu aðstoð Mæðrastyrksnefndar Vesturlands fyrir síðustu jól

Um 150 fjölskyldur fengu mataraðstoð frá Mæðrastyrksnefnd Vesturlands fyrir síðustu jól. Aníta Björk Gunnarsdóttir, formaður nefndarinnar, býst við að neyðin verði enn meiri fyrir þessi jól.

Mæðrastyrksnefnd Vesturlands hefur að undanförnu verið húsnæðislaus en hefur nú fengið nýtt húsæði og stefnir því í að nefndin geti úthlutað mat mánaðarlega innan tiðar. Skessuhorn greinir frá þessu.

Flestar fjölskyldur sem fengu aðstoð fyrir síðustu jól voru frá Akranesi en einnig voru dæmi um að fólk frá Borgarnesi, Borgarfirði og Dölum leitaði sér aðstoðar.

„Fyrir jólin í fyrra voru hátt í 10 prósent íbúa á Akranesi sem leitað var aðstoðar fyrir, eða um 600 manns," segir Aníta í samtali við Skessuhorn.

Nú er unnið að því að afla styrkja og stuðnings til að geta úthlutað mat í hverjum mánuði.

Þeir sem vilja leggja nefndinni lið er bent á að hafa samband í síma 661-9399. Einnig er hægt að leggja inn á bankareikning 0186-05-65465 og kennitalan er 411276-0829.

Vefur Skessuhorns.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×