Lífið

Eurovision í Dusseldorf

Næsta Eurovision-keppni verður haldin í Düsseldorf á næsta ári.
Næsta Eurovision-keppni verður haldin í Düsseldorf á næsta ári.
Úrslit næstu Eurovision-keppni verða haldin í Düsseldorf í Þýskalandi á næsta ári. Fjórar borgir sóttu um að halda keppnina og bar Düsseldorf sigurorð af Berlín, Hamborg og Hannover. Um þrjá viðburði í beinni útsendingu verður að ræða. Undanúrslitin verða 10. og 12. maí og úrslitin sjálf verða síðan 14. maí í Esprit-höllinni. Lagið Satellite með Lenu Meyer-Landrut sigraði síðustu Eurovision-keppni sem var haldin í Ósló og náði það í framhaldinu miklum vinsældum víða um Evrópu. Hera Björk endaði í 19. sæti í keppninni með lagið Je Ne Sais Quois.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.