Innlent

Sóley kannar réttarstöðu sína

„Það eru ákveðin ummæli sem ég er með í huga en ég held að það sé ekki ráðlegt að gefa þau upp að svo stöddu," sagði Sóley Tómasdóttir.
„Það eru ákveðin ummæli sem ég er með í huga en ég held að það sé ekki ráðlegt að gefa þau upp að svo stöddu," sagði Sóley Tómasdóttir. Mynd/Anton
Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn Reykjavíkur, segist ætla að kanna réttarstöðu sína vegna ummæla sem látin voru um hana falla í kosningabaráttunni fyrir sveitarstjórnarkosningarnar.

„Það eru ákveðin ummæli sem ég er með í huga en ég held að það sé ekki ráðlegt að gefa þau upp að svo stöddu," sagði Sóley í samtali við Fréttablaðið.

Spurð um hvaða einstaklingar það væru sem hefðu vegið ómaklega að henni sagði Sóley aðallega hafa verið um að ræða pólitíska andstæðinga sína.

Hún taldi þá umræðu sem orðið hefði um hana hafa átt sinn þátt í þeim útstrikunum sem hún varð fyrir en 8,4 prósent kjósenda Vinstri grænna strikuðu hana út.

„Mér finnst líklegt að það sé vegna feminískra áherslna minna. Mér finnst það umhugsunarefni að fólk sé strikað út vegna pólitískra skoðana. Ég minnist þess ekki að það hafi verið gert áður. Venjulega er það vegna styrkja, spillingarmála eða jafnvel lögbrota," sagði Sóley enn fremur og bætti því við að þau ummæli sem hún hefði í huga hefðu bæði birtst í fjölmiðlum og í netheimum.

Sóley er ekki kominn með formlegan lögmann en hefur talað við lögfræðinga. Henni hefur verið ráðlagt að láta á þetta reyna og telur grundvöll vera fyrir málssókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×