Innlent

Leiðsöguskóli MK er ekki á háskólastigi

„Menntaskólinn í Kópavogi er framhaldsskóli og framhaldsskólar geta ekki boðið nám á háskólastigi nema það sé viðurkenndur háskóli sem standi að baki," segir Friðrika Harðardóttir á háskólaskrifstofu menntamálaráðuneytisins.
„Menntaskólinn í Kópavogi er framhaldsskóli og framhaldsskólar geta ekki boðið nám á háskólastigi nema það sé viðurkenndur háskóli sem standi að baki," segir Friðrika Harðardóttir á háskólaskrifstofu menntamálaráðuneytisins.
„Afstaða ráðuneytisins er alveg skýr: Menntaskólinn í Kópavogi er framhaldsskóli og framhaldsskólar geta ekki boðið nám á háskólastigi nema það sé viðurkenndur háskóli sem standi að baki," segir Friðrika Harðardóttir á háskólaskrifstofu menntamálaráðuneytisins.

Eins og fram kom í Fréttablaðinu á laugardag hefur MK auglýst Leiðsöguskóla sinn sem nám á háskólastigi. Endurmenntunarstjóri hjá endurmenntun Háskóla Íslands sagði þessa skilgreiningu ranga og villandi fyrir nemendur.

Umsjónarmaður Leiðsöguskóla MK hafnaði því. Nú hefur upplýsingum á heimasíðu MK um leiðsögunámið hins vegar verið breytt þannig að ekki er lengur fullyrt að námið sé á háskólastigi heldur að það sé eins árs starsfnám.

Fleiri dæmi af svipuðu tagi eru til athuganar í ráðuneytinu.

„Samkvæmt tuttugustu grein nýrra laga um framhaldsskóla geta þeir boðið upp á nám að loknu stúdentsprófi. Það er samt sem áður ekki háskólanám. Sumir framhaldskólar hafa kallað þetta fagháskóla en það er skólastig sem er ekki til á Íslandi. En ráðuneytið er að skoða þessi mál og ætlar að skýra betur hvað reglur gilda um það hvaða nám telst vera á háskólastigi. Það verður sent bréf á framhaldsskólana á næstunni varðandi þetta," segir Friðrika Harðardóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×