Erlent

Forseti virðist hafa skipt sér af

Jerzy Miller innanríkisráðherra tekur á móti afriti samtalanna.
Jerzy Miller innanríkisráðherra tekur á móti afriti samtalanna. nordicphotos/AFP
Upptökur úr flugstjórnarklefa pólsku farþegaþotunnar, sem fórst með helstu ráðamönnum þjóðarinnar í Rússlandi í apríl, leiða í ljós að flugmenn vélarinnar töldu óráðlegt að lenda.

Mariusz Kasana, embættismaður pólska utanríkisráðuneytisins, heyrist hins vegar bera skilaboð milli flugmanna og forseta Póllands, Lech Kaczynski, sem virðist hafa verið ósáttur við að þurfa frá að hverfa.

Með vélinni fórust 96 manns sem hugðust taka þátt í minningarathöfn um fjöldamorðin í Katyn-skógi.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×