Upplýsingum haldið frá stjórn í rúmt ár 15. maí 2010 08:30 Sigurður Einarsson Áhættustýring Kaupþings, undir stjórn Steingríms P. Kárasonar, leyndi stjórn bankans upplýsingum um stórfellda eign bankans í sjálfum sér frá miðju ári 2007 og fram að falli hans. Þetta er eitt þeirra brota sem sérstakur saksóknari rannsakar nú og liggur til grundvallar gæsluvarðhalds- og farbannsúrskurðum yfir Kaupþingsmönnum. Steingrímur sætir nú farbanni líkt og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, sem losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær og var úrskurðaður í tveggja vikna farbann. Hreiðar Már Sigurðsson, áður forstjóri bankans, og Ingólfur Helgason, áður forstjóri á Íslandi, sitja í gæsluvarðhaldi. Hæstiréttur staðfesti í gær varðhald yfir Ingólfi samhljóða. Deildir svokallaðra eigin viðskipta voru starfandi í stóru bönkunum á Íslandi. Þær voru aðskildar frá öðrum deildum og sáu um að kaupa ýmis hlutabréf í nafni bankanna sjálfra í hagnaðarskyni. Fram hefur komið að sérstakur saksóknari rannsakar nú stórfelld uppkaup eigin viðskipta Kaupþings á bréfum í bankanum sjálfum, sem síðan hafi verið seld vildarvinum bankans gegn láni frá honum. Viðskiptin eru talin hafa verið gerð í þeim tilgangi að halda uppi verði hlutabréfa bankans og hafi valdið bankanum gríðarlegu fjártjóni. Fram kemur í gögnum frá sérstökum saksóknara, sem Fréttablaðið hefur séð, að áhættustýring bankans hafi á miðju ári 2007 hætt að tilgreina viðskipti með eigin hlutabréf í mánaðarlegum skýrslum til stjórnar bankans. Þannig hafi hlutabréfaeigninni, og tjóni bankans vegna þeirra viðskipta, verið leynt fyrir stjórninni. Þar segir jafnframt að Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, Hreiðar Már, Ingólfur og Steingrímur hafi á tímabilinu 11. ágúst 2008 til 3. október 2008, sem var síðasti dagur viðskipta með bréf í bankanum, fengið sendan tölvupóst daglega með ítarlegum upplýsingum um kaup eigin viðskipta á bréfum í bankanum. Á þessum síðustu vikum fyrir hrun náðu þau viðskipti hámarki. Þetta setur sérstakur saksóknari í samhengi við hlutabréfaeign starfsmannanna í bankanum. Allir áttu þeir hluti í bankanum, Sigurður fyrir um 8 milljarða, Hreiðar um 7 milljarða, Ingólfur um 3,7 milljarða og Steingrímur um einn og hálfan milljarð. Kaup þeirra voru að verulegu leyti fjármögnuð með lánum frá bankanum. Sérstakur saksóknari telur að með þessu hafi stjórnendur gerst sekir um umboðssvik og markaðsmisnotkun. stigur@frettabladid.is kolbeinn@frettabladid.is Hreiðar Már Sigurðsson Ingólfur Helgason Steingrímur P. Kárason Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Sjá meira
Áhættustýring Kaupþings, undir stjórn Steingríms P. Kárasonar, leyndi stjórn bankans upplýsingum um stórfellda eign bankans í sjálfum sér frá miðju ári 2007 og fram að falli hans. Þetta er eitt þeirra brota sem sérstakur saksóknari rannsakar nú og liggur til grundvallar gæsluvarðhalds- og farbannsúrskurðum yfir Kaupþingsmönnum. Steingrímur sætir nú farbanni líkt og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, sem losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær og var úrskurðaður í tveggja vikna farbann. Hreiðar Már Sigurðsson, áður forstjóri bankans, og Ingólfur Helgason, áður forstjóri á Íslandi, sitja í gæsluvarðhaldi. Hæstiréttur staðfesti í gær varðhald yfir Ingólfi samhljóða. Deildir svokallaðra eigin viðskipta voru starfandi í stóru bönkunum á Íslandi. Þær voru aðskildar frá öðrum deildum og sáu um að kaupa ýmis hlutabréf í nafni bankanna sjálfra í hagnaðarskyni. Fram hefur komið að sérstakur saksóknari rannsakar nú stórfelld uppkaup eigin viðskipta Kaupþings á bréfum í bankanum sjálfum, sem síðan hafi verið seld vildarvinum bankans gegn láni frá honum. Viðskiptin eru talin hafa verið gerð í þeim tilgangi að halda uppi verði hlutabréfa bankans og hafi valdið bankanum gríðarlegu fjártjóni. Fram kemur í gögnum frá sérstökum saksóknara, sem Fréttablaðið hefur séð, að áhættustýring bankans hafi á miðju ári 2007 hætt að tilgreina viðskipti með eigin hlutabréf í mánaðarlegum skýrslum til stjórnar bankans. Þannig hafi hlutabréfaeigninni, og tjóni bankans vegna þeirra viðskipta, verið leynt fyrir stjórninni. Þar segir jafnframt að Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, Hreiðar Már, Ingólfur og Steingrímur hafi á tímabilinu 11. ágúst 2008 til 3. október 2008, sem var síðasti dagur viðskipta með bréf í bankanum, fengið sendan tölvupóst daglega með ítarlegum upplýsingum um kaup eigin viðskipta á bréfum í bankanum. Á þessum síðustu vikum fyrir hrun náðu þau viðskipti hámarki. Þetta setur sérstakur saksóknari í samhengi við hlutabréfaeign starfsmannanna í bankanum. Allir áttu þeir hluti í bankanum, Sigurður fyrir um 8 milljarða, Hreiðar um 7 milljarða, Ingólfur um 3,7 milljarða og Steingrímur um einn og hálfan milljarð. Kaup þeirra voru að verulegu leyti fjármögnuð með lánum frá bankanum. Sérstakur saksóknari telur að með þessu hafi stjórnendur gerst sekir um umboðssvik og markaðsmisnotkun. stigur@frettabladid.is kolbeinn@frettabladid.is Hreiðar Már Sigurðsson Ingólfur Helgason Steingrímur P. Kárason
Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Sjá meira