Upplýsingum haldið frá stjórn í rúmt ár 15. maí 2010 08:30 Sigurður Einarsson Áhættustýring Kaupþings, undir stjórn Steingríms P. Kárasonar, leyndi stjórn bankans upplýsingum um stórfellda eign bankans í sjálfum sér frá miðju ári 2007 og fram að falli hans. Þetta er eitt þeirra brota sem sérstakur saksóknari rannsakar nú og liggur til grundvallar gæsluvarðhalds- og farbannsúrskurðum yfir Kaupþingsmönnum. Steingrímur sætir nú farbanni líkt og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, sem losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær og var úrskurðaður í tveggja vikna farbann. Hreiðar Már Sigurðsson, áður forstjóri bankans, og Ingólfur Helgason, áður forstjóri á Íslandi, sitja í gæsluvarðhaldi. Hæstiréttur staðfesti í gær varðhald yfir Ingólfi samhljóða. Deildir svokallaðra eigin viðskipta voru starfandi í stóru bönkunum á Íslandi. Þær voru aðskildar frá öðrum deildum og sáu um að kaupa ýmis hlutabréf í nafni bankanna sjálfra í hagnaðarskyni. Fram hefur komið að sérstakur saksóknari rannsakar nú stórfelld uppkaup eigin viðskipta Kaupþings á bréfum í bankanum sjálfum, sem síðan hafi verið seld vildarvinum bankans gegn láni frá honum. Viðskiptin eru talin hafa verið gerð í þeim tilgangi að halda uppi verði hlutabréfa bankans og hafi valdið bankanum gríðarlegu fjártjóni. Fram kemur í gögnum frá sérstökum saksóknara, sem Fréttablaðið hefur séð, að áhættustýring bankans hafi á miðju ári 2007 hætt að tilgreina viðskipti með eigin hlutabréf í mánaðarlegum skýrslum til stjórnar bankans. Þannig hafi hlutabréfaeigninni, og tjóni bankans vegna þeirra viðskipta, verið leynt fyrir stjórninni. Þar segir jafnframt að Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, Hreiðar Már, Ingólfur og Steingrímur hafi á tímabilinu 11. ágúst 2008 til 3. október 2008, sem var síðasti dagur viðskipta með bréf í bankanum, fengið sendan tölvupóst daglega með ítarlegum upplýsingum um kaup eigin viðskipta á bréfum í bankanum. Á þessum síðustu vikum fyrir hrun náðu þau viðskipti hámarki. Þetta setur sérstakur saksóknari í samhengi við hlutabréfaeign starfsmannanna í bankanum. Allir áttu þeir hluti í bankanum, Sigurður fyrir um 8 milljarða, Hreiðar um 7 milljarða, Ingólfur um 3,7 milljarða og Steingrímur um einn og hálfan milljarð. Kaup þeirra voru að verulegu leyti fjármögnuð með lánum frá bankanum. Sérstakur saksóknari telur að með þessu hafi stjórnendur gerst sekir um umboðssvik og markaðsmisnotkun. stigur@frettabladid.is kolbeinn@frettabladid.is Hreiðar Már Sigurðsson Ingólfur Helgason Steingrímur P. Kárason Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Áhættustýring Kaupþings, undir stjórn Steingríms P. Kárasonar, leyndi stjórn bankans upplýsingum um stórfellda eign bankans í sjálfum sér frá miðju ári 2007 og fram að falli hans. Þetta er eitt þeirra brota sem sérstakur saksóknari rannsakar nú og liggur til grundvallar gæsluvarðhalds- og farbannsúrskurðum yfir Kaupþingsmönnum. Steingrímur sætir nú farbanni líkt og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, sem losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær og var úrskurðaður í tveggja vikna farbann. Hreiðar Már Sigurðsson, áður forstjóri bankans, og Ingólfur Helgason, áður forstjóri á Íslandi, sitja í gæsluvarðhaldi. Hæstiréttur staðfesti í gær varðhald yfir Ingólfi samhljóða. Deildir svokallaðra eigin viðskipta voru starfandi í stóru bönkunum á Íslandi. Þær voru aðskildar frá öðrum deildum og sáu um að kaupa ýmis hlutabréf í nafni bankanna sjálfra í hagnaðarskyni. Fram hefur komið að sérstakur saksóknari rannsakar nú stórfelld uppkaup eigin viðskipta Kaupþings á bréfum í bankanum sjálfum, sem síðan hafi verið seld vildarvinum bankans gegn láni frá honum. Viðskiptin eru talin hafa verið gerð í þeim tilgangi að halda uppi verði hlutabréfa bankans og hafi valdið bankanum gríðarlegu fjártjóni. Fram kemur í gögnum frá sérstökum saksóknara, sem Fréttablaðið hefur séð, að áhættustýring bankans hafi á miðju ári 2007 hætt að tilgreina viðskipti með eigin hlutabréf í mánaðarlegum skýrslum til stjórnar bankans. Þannig hafi hlutabréfaeigninni, og tjóni bankans vegna þeirra viðskipta, verið leynt fyrir stjórninni. Þar segir jafnframt að Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, Hreiðar Már, Ingólfur og Steingrímur hafi á tímabilinu 11. ágúst 2008 til 3. október 2008, sem var síðasti dagur viðskipta með bréf í bankanum, fengið sendan tölvupóst daglega með ítarlegum upplýsingum um kaup eigin viðskipta á bréfum í bankanum. Á þessum síðustu vikum fyrir hrun náðu þau viðskipti hámarki. Þetta setur sérstakur saksóknari í samhengi við hlutabréfaeign starfsmannanna í bankanum. Allir áttu þeir hluti í bankanum, Sigurður fyrir um 8 milljarða, Hreiðar um 7 milljarða, Ingólfur um 3,7 milljarða og Steingrímur um einn og hálfan milljarð. Kaup þeirra voru að verulegu leyti fjármögnuð með lánum frá bankanum. Sérstakur saksóknari telur að með þessu hafi stjórnendur gerst sekir um umboðssvik og markaðsmisnotkun. stigur@frettabladid.is kolbeinn@frettabladid.is Hreiðar Már Sigurðsson Ingólfur Helgason Steingrímur P. Kárason
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira