Enski boltinn

Liverpool að tryggja sér Jovanovic - Rafa þá áfram á Anfield?

Ómar Þorgeirsson skrifar
Rafa Benitez.
Rafa Benitez. Nordic photos/AFP

Samkvæmt heimildum Sky Sports fréttastofunnar er Liverpool nú í bílstjórasætinu til þess að tryggja sér þjónustu hins eftirsótta framherja Milan Jovanovic hjá Standard Liege.

Ásamt Liverpool hafa bæði AC Milan og Birmingham verið orðuð við hinn 28 ára gamla landsliðsmann Serba en nú virðist Liverpool vera búið að landa leikmanninum.

Jovanovic mun vera búinn að samþykkja þriggja ára samning með möguleikanum á að vera eitt ár í viðbót en hann kemur þá á Anfield eftir HM næsta sumar þegar samningur hans við Liege rennur út.

Samkvæmt Sky Sports á eftir að ganga frá ýmsum smáatriðum og mun samningur Jovanovic til að mynda velta á því hvort að knattspyrnustjórinn Rafa Benitez verði áfram hjá félaginu en Serbinn mun aðeins koma ef svo verði. Benitez hefur verið orðaður við stjórastöðuna hjá Juventus.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×