Enski boltinn

Terry ætlar ekki að afsala sér fyrirliðabandinu

Ómar Þorgeirsson skrifar
John Terry og Fabio Capello.
John Terry og Fabio Capello. Nordic photos/AFP

Samkvæmt heimildum BBC fréttastofunnar ætlar vanarmaðurinn og landsliðsfyrirliðinn John Terry ekki að afsala sér fyrirliðabandinu hjá enska landsliðinu í kjölfar framhjáhalds hans með barnsmóður Wayne Bridge.

Landsliðsþjálfarinn Fabio Capello mun þó taka endanlega ákvörðun í málinu og ákveða á morgun eða á föstudag hvort að Terry verði áfram fyrirliði landsliðsins.

Raunar hefur enska knattspyrnusambandið gefið það út að lokaákvörðun um málið sé alfarið í höndunum á Capello sem hefur fylgst náið með gangi mála á meðan hann hefur verið í fríi í Sviss síðustu vikur á meðan hann jafnar sig á hnémeiðslum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×