Segir ákæruvaldið brjóta lög um meðferð sakamála 3. febrúar 2010 13:01 Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson. Lögmaður Ólafs Gottskálkssonar, sem ákærður hefur verið fyrir rán í Reykjanesbæ, reiknar með því að farið verði fram á opinbera rannsókn til þess að komast að því hvernig Fréttablaðið gat birt frétt um ákæruna gegn Ólafi fimm dögum áður en hún var birt honum formlega. Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, lögmaður Ólafs segir um klárt brot á lögum um meðferð sakamála að ræða. Þann 16. október síðastliðinn birti Fréttablaðið frétt um málið og segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður Ólafs, að miðað við nákvæmni fréttarinnar sé ómögulegt annað en að blaðið hafi haft ákæruna undir höndum eða að efni hennar hafi verið lesið fyrir blaðamann. Að sögn Vilhjálms var Ólafur, sem er fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, staddur í Noregi á þessum tíma og frétti hann af ákærunni í gegnum ættingja sína sem hringdu í hann og létu hann vita. Ákæran var hinsvegar ekki birt Ólafi fyrr en 21. október og er það staðfest af birtingarmönnum þar ytra. Ákæran er gefin út af Ríkissaksóknara og undirrituð af Kolbrúnu Sævarsdóttur saksóknara. Um klárt brot að ræða Vilhjálmur segir að út frá 5. málsgrein í 156. grein laga um meðferð sakamála, sem tóku gildi 1. janúar í fyrra, megi gagnálykta að óheimilt sé að afhenda eintak af ákæru til óviðkomandi fyrr en þremur dögum eftir að ákæran hefur verið birt ákærða. Vilhjálmur segir að í greinargerð með lögunum séu færð rök fyrir þessu og því um klárt brot á lögunum að ræða að hans mati. Vilhjálmur bendir á að einu aðilarnir sem voru með ákæruna á þeim tímapunkti sem fréttin var skrifuð hafi verið ákæruvaldið og Héraðsdómur Reykjaness og segist hann tilbúinn til að fullyrða að lekinn komi ekki frá héraðsdómi. „Ég reikna því með því að við förum fram á opinbera rannsókn á málinu hjá Ríkissaksóknara," segir Vilhjálmur. Hann segir það síðan verða að koma ljós hvernig Ríkissaksóknari taki á málinu og bætir við að eftir atvikum verði mögulega höfðað skaðabótamál gegn íslenska ríkinu. Kolbrún krefst þess að Stöð 2 verði sektuð á grundvelli sömu laga Úrræðin sem tæk eru í málum sem þessum eru réttarfarssekt, opinber sannsókn vegna brots aðila í opinberu starfi eða skaðabótamál gegn íslenska ríkinu. Þess ber að geta að Kolbrún Sævarsdóttir saksóknari hefur farið fram á héraðsdómur leggi réttarfarssekt á tvo fréttamenn Stöðvar 2 vegna upplýsinga sem birtar voru úr lokuðu þinghaldi á dögunum. Mál sitt byggir Kolbrún á 11. grein sömu laga. Tengdar fréttir Markvörður ákærður fyrir rán Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Ólafi Gottskálkssyni, fyrrverandi landsliðsmarkverði í knattspyrnu. Ólafur er ákærður fyrir húsbrot og rán í félagi við annan yngri mann. 16. október 2009 07:00 Vildi heimildarmann gegn kröfu um fésekt Ríkissaksóknari vill að Héraðsdómur Reykjaness leggi réttarfarssekt á tvo fréttamenn Stöðvar 2 vegna upplýsinga sem birtar voru úr lokuðu þinghaldi um meint mansal á litháískri stúlku til Íslands. 2. febrúar 2010 06:15 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Lögmaður Ólafs Gottskálkssonar, sem ákærður hefur verið fyrir rán í Reykjanesbæ, reiknar með því að farið verði fram á opinbera rannsókn til þess að komast að því hvernig Fréttablaðið gat birt frétt um ákæruna gegn Ólafi fimm dögum áður en hún var birt honum formlega. Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, lögmaður Ólafs segir um klárt brot á lögum um meðferð sakamála að ræða. Þann 16. október síðastliðinn birti Fréttablaðið frétt um málið og segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður Ólafs, að miðað við nákvæmni fréttarinnar sé ómögulegt annað en að blaðið hafi haft ákæruna undir höndum eða að efni hennar hafi verið lesið fyrir blaðamann. Að sögn Vilhjálms var Ólafur, sem er fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, staddur í Noregi á þessum tíma og frétti hann af ákærunni í gegnum ættingja sína sem hringdu í hann og létu hann vita. Ákæran var hinsvegar ekki birt Ólafi fyrr en 21. október og er það staðfest af birtingarmönnum þar ytra. Ákæran er gefin út af Ríkissaksóknara og undirrituð af Kolbrúnu Sævarsdóttur saksóknara. Um klárt brot að ræða Vilhjálmur segir að út frá 5. málsgrein í 156. grein laga um meðferð sakamála, sem tóku gildi 1. janúar í fyrra, megi gagnálykta að óheimilt sé að afhenda eintak af ákæru til óviðkomandi fyrr en þremur dögum eftir að ákæran hefur verið birt ákærða. Vilhjálmur segir að í greinargerð með lögunum séu færð rök fyrir þessu og því um klárt brot á lögunum að ræða að hans mati. Vilhjálmur bendir á að einu aðilarnir sem voru með ákæruna á þeim tímapunkti sem fréttin var skrifuð hafi verið ákæruvaldið og Héraðsdómur Reykjaness og segist hann tilbúinn til að fullyrða að lekinn komi ekki frá héraðsdómi. „Ég reikna því með því að við förum fram á opinbera rannsókn á málinu hjá Ríkissaksóknara," segir Vilhjálmur. Hann segir það síðan verða að koma ljós hvernig Ríkissaksóknari taki á málinu og bætir við að eftir atvikum verði mögulega höfðað skaðabótamál gegn íslenska ríkinu. Kolbrún krefst þess að Stöð 2 verði sektuð á grundvelli sömu laga Úrræðin sem tæk eru í málum sem þessum eru réttarfarssekt, opinber sannsókn vegna brots aðila í opinberu starfi eða skaðabótamál gegn íslenska ríkinu. Þess ber að geta að Kolbrún Sævarsdóttir saksóknari hefur farið fram á héraðsdómur leggi réttarfarssekt á tvo fréttamenn Stöðvar 2 vegna upplýsinga sem birtar voru úr lokuðu þinghaldi á dögunum. Mál sitt byggir Kolbrún á 11. grein sömu laga.
Tengdar fréttir Markvörður ákærður fyrir rán Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Ólafi Gottskálkssyni, fyrrverandi landsliðsmarkverði í knattspyrnu. Ólafur er ákærður fyrir húsbrot og rán í félagi við annan yngri mann. 16. október 2009 07:00 Vildi heimildarmann gegn kröfu um fésekt Ríkissaksóknari vill að Héraðsdómur Reykjaness leggi réttarfarssekt á tvo fréttamenn Stöðvar 2 vegna upplýsinga sem birtar voru úr lokuðu þinghaldi um meint mansal á litháískri stúlku til Íslands. 2. febrúar 2010 06:15 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Markvörður ákærður fyrir rán Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Ólafi Gottskálkssyni, fyrrverandi landsliðsmarkverði í knattspyrnu. Ólafur er ákærður fyrir húsbrot og rán í félagi við annan yngri mann. 16. október 2009 07:00
Vildi heimildarmann gegn kröfu um fésekt Ríkissaksóknari vill að Héraðsdómur Reykjaness leggi réttarfarssekt á tvo fréttamenn Stöðvar 2 vegna upplýsinga sem birtar voru úr lokuðu þinghaldi um meint mansal á litháískri stúlku til Íslands. 2. febrúar 2010 06:15
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði