Innlent

Fjárdráttur úr sjóðum starfsmannafélags

Konan dró að sér tæplega eina milljón króna úr sjóði starfsmannafélags Íbúðalánasjóðs
Konan dró að sér tæplega eina milljón króna úr sjóði starfsmannafélags Íbúðalánasjóðs
Tæplega fertug kona hefur verið dæmd í héraðsdómi í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að draga sér tæplega eina milljón króna úr sjóði starfsmannafélags Íbúðalánasjóðs. Konan gegndi starfi formanns starfsmannafélagins þegar þetta gerðist.

Í dóminum kemur fram að konan lét millifæra í 32 skipti peninga af reikningi félagsins inn á bankareikninga sína og ráðstafaði peningunum í eigin þágu. Hún játaði brot sitt.

Konan hefur ekki gerst sek um refsiverða háttsemi áður svo kunnugt sé. Henni var gert að endurgreiða starfsmannafélaginu.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×