Umfjöllun: Eyjamenn unnu á Selfossi og fylgja Blikum sem skugginn 16. september 2010 16:15 Eyjamenn fylgja Blikum sem skugginn eftir 2-0 sigur á Selfyssingum í baráttuleik á Selfossi í dag. Þórarinn Ingi Valdimarsson skoraði fyrra mark ÍBV eftir 7 mínútur og markvörðurinn Albert Sævarsson innsiglaði síðan sigurinn úr vítaspyrnu tíu mínútum fyrir leikslok. Það vantaði ekki baráttuna og vinnsluna í leikmenn Selfossliðsins því þeir mættu grímmir frá fyrstu mínútu. Vandamálið var bara að ógnunin fram á við var ekki næginlega mikil enda að glíma við eina bestu vörn deildarinnar. Þórarinn Ingi Valdimarsson entist bara í 30 mínútur þar af haltraði hann síðustu tíu en tókst engu að síður að koma ÍBV í í 1-0 á 7. mínútu með marki af stuttu færi eftir frábæran undirbúninig hjá Denis Sytnik. Þórarinn hafði ekki aðeins skorað eina mark hálfleiksins heldur virtist vera brotið á honum um það bil sem hann var að setja boltann öðru sinni í markið. Örvar Sær Gíslason, dómari leiksins, sá þó ekkert athugavert við tæklingu heimamanna. Denis Sytnik fór oft illa með varnarmenn Selfyssinga, þar á meðal í markinu og Úkraínumaðurinn fékk tvö færi sjálfur til að auka muninn, í fyrra skiptið skaut hann framhjá en í það síðara varði Jóhann Ólafur Sigurðsson vel frá honum í Selfossmarkinu. Selfyssingar héldu Eyjamönnum betur í skefjum í seinni hálfleiknum en gekk áfram illa að brjóta sterka vörn ÍBV á bak aftur. Viðar Örn Kjartansson fékk besta færið á 78. mínútu en Albert Sævarsson varði vel frá honum. Albert átti síðan eftir að koma við sögu tíu mínútum fyrir leikslok þegar Andri Ólafsson fékk vítaspyrnu eftir klaufalegt brot hjá Selfyssingunum Agnari Braga Magnússyni. Tryggvi Guðmundsson tók ekki spyrnuna eins og vanalega heldur hljóp Albert markvörður svellkaldur upp allan völlinn og skoraði af öryggi úr vítinu. Með því gulltryggði hann sigur sinna manna. Tapið þýðir að staða Selfyssinga er orðin mjög svört í fallsætinu enda sex stigum á eftir Grindavík þegar aðeins sex stig eru eftir i pottinum auk þess markatalan er þeim mikið í óhag.Selfoss-ÍBV 0-2 Selfosssvöllur Dómari: Örvar Sær Gíslason (7) Áhorfendur: 1124Mörkin: 0-1 Þórarinn Ingi Valdimarsson (7.) 0-2 Albert Sævarsson, víti (80.)Tölfræðin: Skot (á mark): 7-12 (2-5) Varin skot: Jóhann 3 - Albert 2 Horn: 3-4 Aukaspyrnur fengnar: 13-14 Rangstæður: 3-3Selfoss (4-5-1) Jóhann Ólafur Sigurðsson 6 Sigurður Eyberg Guðlaugsson 4 (74., Einar Ottó Antonsson -) Jón Guðbrandsson 4 Agnar Bragi Magnússon 6 Andri Freyr Björnsson 3 Ingþór Jóhann Guðmundsson 5 (64.,Sævar Þór Gíslason 5) Martin Dohlsten 6 Guðmundur Þórarinsson 4 (64.,Arilíus Marteinsson 4) Viðar Örn Kjartansson 5 Jón Daði Böðvarsson 5 Viktor Unnar Illugason 4 ÍBV (4-3-3) Albert Sævarsson 6 Arnór Eyvar Ólafsson 5 Eiður Aron Sigurbjörnsson 7Rasmus Christiansen 7 - Maður leiksins - Matt Nicholas Garner 7 Andri Ólafsson 6 Finnur Ólafsson 6 Þórarinn Ingi Valdimarsson 6 (30., Danien Justin Warlem 3) Tony Maweje 6 Denis Sytnik 6 (76., Eyþór Helgi Birgisson -) Tryggvi Guðmundsson 6 (85., Yngvi Magnús Borgþórsson -) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Enski boltinn HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Fleiri fréttir Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Sjá meira
Eyjamenn fylgja Blikum sem skugginn eftir 2-0 sigur á Selfyssingum í baráttuleik á Selfossi í dag. Þórarinn Ingi Valdimarsson skoraði fyrra mark ÍBV eftir 7 mínútur og markvörðurinn Albert Sævarsson innsiglaði síðan sigurinn úr vítaspyrnu tíu mínútum fyrir leikslok. Það vantaði ekki baráttuna og vinnsluna í leikmenn Selfossliðsins því þeir mættu grímmir frá fyrstu mínútu. Vandamálið var bara að ógnunin fram á við var ekki næginlega mikil enda að glíma við eina bestu vörn deildarinnar. Þórarinn Ingi Valdimarsson entist bara í 30 mínútur þar af haltraði hann síðustu tíu en tókst engu að síður að koma ÍBV í í 1-0 á 7. mínútu með marki af stuttu færi eftir frábæran undirbúninig hjá Denis Sytnik. Þórarinn hafði ekki aðeins skorað eina mark hálfleiksins heldur virtist vera brotið á honum um það bil sem hann var að setja boltann öðru sinni í markið. Örvar Sær Gíslason, dómari leiksins, sá þó ekkert athugavert við tæklingu heimamanna. Denis Sytnik fór oft illa með varnarmenn Selfyssinga, þar á meðal í markinu og Úkraínumaðurinn fékk tvö færi sjálfur til að auka muninn, í fyrra skiptið skaut hann framhjá en í það síðara varði Jóhann Ólafur Sigurðsson vel frá honum í Selfossmarkinu. Selfyssingar héldu Eyjamönnum betur í skefjum í seinni hálfleiknum en gekk áfram illa að brjóta sterka vörn ÍBV á bak aftur. Viðar Örn Kjartansson fékk besta færið á 78. mínútu en Albert Sævarsson varði vel frá honum. Albert átti síðan eftir að koma við sögu tíu mínútum fyrir leikslok þegar Andri Ólafsson fékk vítaspyrnu eftir klaufalegt brot hjá Selfyssingunum Agnari Braga Magnússyni. Tryggvi Guðmundsson tók ekki spyrnuna eins og vanalega heldur hljóp Albert markvörður svellkaldur upp allan völlinn og skoraði af öryggi úr vítinu. Með því gulltryggði hann sigur sinna manna. Tapið þýðir að staða Selfyssinga er orðin mjög svört í fallsætinu enda sex stigum á eftir Grindavík þegar aðeins sex stig eru eftir i pottinum auk þess markatalan er þeim mikið í óhag.Selfoss-ÍBV 0-2 Selfosssvöllur Dómari: Örvar Sær Gíslason (7) Áhorfendur: 1124Mörkin: 0-1 Þórarinn Ingi Valdimarsson (7.) 0-2 Albert Sævarsson, víti (80.)Tölfræðin: Skot (á mark): 7-12 (2-5) Varin skot: Jóhann 3 - Albert 2 Horn: 3-4 Aukaspyrnur fengnar: 13-14 Rangstæður: 3-3Selfoss (4-5-1) Jóhann Ólafur Sigurðsson 6 Sigurður Eyberg Guðlaugsson 4 (74., Einar Ottó Antonsson -) Jón Guðbrandsson 4 Agnar Bragi Magnússon 6 Andri Freyr Björnsson 3 Ingþór Jóhann Guðmundsson 5 (64.,Sævar Þór Gíslason 5) Martin Dohlsten 6 Guðmundur Þórarinsson 4 (64.,Arilíus Marteinsson 4) Viðar Örn Kjartansson 5 Jón Daði Böðvarsson 5 Viktor Unnar Illugason 4 ÍBV (4-3-3) Albert Sævarsson 6 Arnór Eyvar Ólafsson 5 Eiður Aron Sigurbjörnsson 7Rasmus Christiansen 7 - Maður leiksins - Matt Nicholas Garner 7 Andri Ólafsson 6 Finnur Ólafsson 6 Þórarinn Ingi Valdimarsson 6 (30., Danien Justin Warlem 3) Tony Maweje 6 Denis Sytnik 6 (76., Eyþór Helgi Birgisson -) Tryggvi Guðmundsson 6 (85., Yngvi Magnús Borgþórsson -)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Enski boltinn HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Fleiri fréttir Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Sjá meira