Umfjöllun: Fylkismenn í góðri stöðu Ari Erlingsson skrifar 16. september 2010 16:15 Fylkir tók á móti Grindvíkingum í 19. umferð Pepsídeildar karla nú síðdegis. Mikið var undir og ljóst var að hart yrði barist enda fallbaráttan allsráðandi hjá báðum liðum. Það fór svo að lokum að Fylkir stóð uppi sem sigurvegari í leik sem seint fer í sögubækurnar fyrir skemmtanagildi. Fyrstu 45 mínútur leiksins voru hreint út sagt hrútleiðinlegar og nánast sóun á súrefni fyrir þá sem á horfðu. Blaðamanni er það til efs að jafn tíðindalítill fyrri hálfleikur hafi verið spilaður hér á landi í sumar. Síðari hálfleikur var sköminni skárri hvað tíðindi varðar og voru það Grindvíkingar sem létu meira á sér bera framan af. Matthías Friðriksson átti skot sem smaug rétt framhjá stönginni, Gilles Ondo slapp einn inn fyrir vörn Fylkismanna en skaut himinhátt yfir og Óli Baldur Bjarnason átti glæsilegt skot á lofti sem Fjalar í markinu varði með stórkostlegum tilþrifum. Það voru hinsvegar Fylkismenn sem kláruðu leikinn á nokkrum andartökum þegar skammt lifði leiks. Þegar leikklukkan sýndi 80 mínútur tók Kjartan Ágúst Breiðdal hornspyrnu sem Davíð Ásbjörnsson stangaði í netið, hans fyrsta mark í efstu deild að veruleika. Fylkismenn í stúkunni voru enn að fagna marki Davíðs þegar boltinn barst til Ingimundar Óskarssonar inn í vítateig Grindvíkinga. Ingimundur sýndi klókindi er hann hristi af sér varnarmann, sólaði Óskar í markinu og lagði knöttinn í netið. Staðan skyndilega orðin 2-0 og Fylkismenn í stúkunni tóku við sér. Augnabliks einbeitingarleysi Grindvíkinga kostaði þá sigurinn og það sem eftir lifði leiks vörðust Fylkismenn vel og sigur þeirra því aldrei í hættu. Með sigrinum hífðu Fylkismenn sig upp fyrir Grindavík í 9. sætið, eru komnir með 21 stig á meðan Grindavík situr í 10 sæti með 20 stig.Fylkir - Grindavík 2-0 1-0 Davíð Ásbjörnsson (80.) 2-0 Ingimundur Níels Óskarsson (81.) Áhorfendur: 769Dómari: Kristinn Jakobsson 8Skot (á mark): 10-10 (7-3)Varin skot: Fjalar 3 - Óskar 5Horn: 5-4Aukaspyrnur fengnar: 8-13Rangstöður: 2-5Fylkir (4-5-1): Fjalar Þorgeirsson 7 - maður leiksins Ásgeir Örn Arnþórsson 5 Davíð Þór Ásbjörnsson 7 Þórir Hannesson 6 Kjartan Ágúst Breiðdal 6 Ingimundur Níels Óskarsson 6 Andrés Már Jóhannesson 4 (65. Valur Fannar Gíslason -) Ásgeir Börkur Ásgeirsson 6 Andri Már Hermannsson 7 (82. Kristján Valdimarsson -) Jóhann Þórhallsson 5 Albert Brynjar Ingason 4 (92. Ólafur Ingi Stígsson -)Grindavík (4-4-2): Óskar Pétursson 5 Loic Mbang Ondo 6 Auðun Helgason 6 Ólafur Örn Bjarnason 6 Jósef Kristinn Jósefsson 5 Matthías Örn Friðriksson 7 (85. Ray Anthony Jónsson -) Guðmundur Andri Bjarnason 5 Jóhann Helgason 5 Óli Baldur Bjarnason 6 (85. Grétar Ólafur Hjartarsson -) Orri Freyr Hjaltalín 5 Gilles Mbang Ondo 4 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Fylkir - Grindavík. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
Fylkir tók á móti Grindvíkingum í 19. umferð Pepsídeildar karla nú síðdegis. Mikið var undir og ljóst var að hart yrði barist enda fallbaráttan allsráðandi hjá báðum liðum. Það fór svo að lokum að Fylkir stóð uppi sem sigurvegari í leik sem seint fer í sögubækurnar fyrir skemmtanagildi. Fyrstu 45 mínútur leiksins voru hreint út sagt hrútleiðinlegar og nánast sóun á súrefni fyrir þá sem á horfðu. Blaðamanni er það til efs að jafn tíðindalítill fyrri hálfleikur hafi verið spilaður hér á landi í sumar. Síðari hálfleikur var sköminni skárri hvað tíðindi varðar og voru það Grindvíkingar sem létu meira á sér bera framan af. Matthías Friðriksson átti skot sem smaug rétt framhjá stönginni, Gilles Ondo slapp einn inn fyrir vörn Fylkismanna en skaut himinhátt yfir og Óli Baldur Bjarnason átti glæsilegt skot á lofti sem Fjalar í markinu varði með stórkostlegum tilþrifum. Það voru hinsvegar Fylkismenn sem kláruðu leikinn á nokkrum andartökum þegar skammt lifði leiks. Þegar leikklukkan sýndi 80 mínútur tók Kjartan Ágúst Breiðdal hornspyrnu sem Davíð Ásbjörnsson stangaði í netið, hans fyrsta mark í efstu deild að veruleika. Fylkismenn í stúkunni voru enn að fagna marki Davíðs þegar boltinn barst til Ingimundar Óskarssonar inn í vítateig Grindvíkinga. Ingimundur sýndi klókindi er hann hristi af sér varnarmann, sólaði Óskar í markinu og lagði knöttinn í netið. Staðan skyndilega orðin 2-0 og Fylkismenn í stúkunni tóku við sér. Augnabliks einbeitingarleysi Grindvíkinga kostaði þá sigurinn og það sem eftir lifði leiks vörðust Fylkismenn vel og sigur þeirra því aldrei í hættu. Með sigrinum hífðu Fylkismenn sig upp fyrir Grindavík í 9. sætið, eru komnir með 21 stig á meðan Grindavík situr í 10 sæti með 20 stig.Fylkir - Grindavík 2-0 1-0 Davíð Ásbjörnsson (80.) 2-0 Ingimundur Níels Óskarsson (81.) Áhorfendur: 769Dómari: Kristinn Jakobsson 8Skot (á mark): 10-10 (7-3)Varin skot: Fjalar 3 - Óskar 5Horn: 5-4Aukaspyrnur fengnar: 8-13Rangstöður: 2-5Fylkir (4-5-1): Fjalar Þorgeirsson 7 - maður leiksins Ásgeir Örn Arnþórsson 5 Davíð Þór Ásbjörnsson 7 Þórir Hannesson 6 Kjartan Ágúst Breiðdal 6 Ingimundur Níels Óskarsson 6 Andrés Már Jóhannesson 4 (65. Valur Fannar Gíslason -) Ásgeir Börkur Ásgeirsson 6 Andri Már Hermannsson 7 (82. Kristján Valdimarsson -) Jóhann Þórhallsson 5 Albert Brynjar Ingason 4 (92. Ólafur Ingi Stígsson -)Grindavík (4-4-2): Óskar Pétursson 5 Loic Mbang Ondo 6 Auðun Helgason 6 Ólafur Örn Bjarnason 6 Jósef Kristinn Jósefsson 5 Matthías Örn Friðriksson 7 (85. Ray Anthony Jónsson -) Guðmundur Andri Bjarnason 5 Jóhann Helgason 5 Óli Baldur Bjarnason 6 (85. Grétar Ólafur Hjartarsson -) Orri Freyr Hjaltalín 5 Gilles Mbang Ondo 4 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Fylkir - Grindavík.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira