Íslenski boltinn

Bjarni Jóh: Okkur var refsað grimmilega

Elvar Geir Magnússon skrifar
Bjarni Jóhannsson.
Bjarni Jóhannsson.
„Við vorum inni í þessu lungan af leiknum," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 1-4 tapið gegn FH í kvöld.

„FH-ingar voru þolinmóðir og refsuðu okkur grimmilega þegar við komum framar á völlinn. Þetta var aðeins of stórt miðað við gang leiksins."

Stjarnan siglir lygnan sjó um miðja deild og sást það vel í seinni hálfleik að FH þurfti meira á stigunum að halda.

„Við erum að reyna að gera okkar besta í þessu og reynum að klára þessa leiki með sæmd sem eftir eru. Við höfum á lokasprettinum verið að mæta öllum jöxlunum og það er erfiðara að leika gegn þeim á þessari stundu. Auðvitað er sárt að tapa en það er mikið í húfi fyrir þessi lið sem við eigum eftir.," sagði Bjarni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×