Íslenski boltinn

Kristján Ómar: Líklega of seint

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Kristján Ómar Björnsson var eðlilega mjög kátur eftir sigur sinna manna í Haukum á Fram í Pepsi-deild karla í kvöld, 2-1.

Fyrir vikið eru Haukar nú með sautján stig í næstneðsta sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Grindavík og fjórum á eftir Fylki þegar tvær umferðir eru eftir. Haukar mæta Fylki á sunnudag.

„Þetta var skrýtinn leikur og bæði lið virkuðu þreytt. Leikurinn var hægur og liðin gerðu bæði mikið af mistökum. Þar af leiðandi náði leikurinn aldrei miklum hæðum," sagði Kristján Ómar við Vísi eftir leik.

„En við spýttum aðeins í lófana í lokin og sem betur fer náði Hilmar Trausti að skora. Það gefur okkur smá von en líklega er þetta orðið of seint hjá okkur. Fylkir vann í kvöld og þá er þetta orðið langsótt hjá okkur."

„Við þurfum nú að treysta á önnur lið en það þýðir samt ekkert annað fyrir okkur en að koma með jákvæðu hugarfari inn í næstu leik og sjá hvað það skilar okkur."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×