Íslenski boltinn

Matti Villa: Það á eitthvað eftir að gerast

Elvar Geir Magnússon skrifar
„Meðan það er möguleiki þá verðum við að klára okkar," sagði Matthías Vilhjálmsson, fyrirliði FH, eftir að liðið vann 4-1 útisigur gegn Stjörnunni í kvöld. FH er tveimur stigum á eftir toppliði Breiðabliks þegar tveimur umferðum er ólokið.

„Maður verður að vera bjartsýnn. Ég er eldri en þrjá vetur í þessu og ég veit að það á eitthvað eftir að gerast."

„Þetta var virkilega lélegt hjá okkur fyrstu 30 mínúturnar.Um leið og við náðum að venjast grasinu og menn fóru að gera þetta meira sem lið þá fór þetta að ganga miklu betur," sagði Matthías sem kom FH yfir 2-1 í leiknum með skemmtilegu skallamarki.

„Um leið og við komumst yfir sigldum við þessu nokkuð auðveldlega í hús. Við vorum mun betri í seinni hálfleik. Stjarnan þurfti að færa sig framar á völlinn þá skapaðist meira pláss fyrir okkur."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×