Íslenski boltinn

Umfjöllun: Blikar stigu stórt skref í átt að titlinum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Blikar fagna einu marka sinna í kvöld.
Blikar fagna einu marka sinna í kvöld. Mynd/Valli

Breiðablik er aðeins tveim leikjum frá fyrsta Íslandsmeistaratitli liðsins í meistaraflokki karla. Breiðablik vann góðan 1-3 sigur á KR í kvöld og gerði um leið út um vonir KR-inga á Íslandsmeistaratitlinum.

KR-ingar mættu miklu grimmari til leiks og tóku völdin strax í leiknum. Blikar virkuðu taugastrekktir og ekki tilbúnir í slaginn.

KR-ingar fengu nokkur ágæt færi til þess að komast yfir en náðu ekki að nýta þau.

Eftir um hálftíma leik tóku Blikar loksins við sér. Þeir voru búnir að vera með lífsmarki í aðeins nokkrar mínútur þegar þeir komust yfir.

Alfreð Finnbogason átti þá flottan sprett upp miðjuna. Hann sendi á Kristin Steindórsson sem framlengdi á Hauk Baldvinsson sem kláraði færið með skoti á nærstöng. Smekklega gert.

KR-ingar höfðu á þessum kafla misst dampinn og sóknarleikur þeirra varð ómarkviss. Liðið fór að reyna of langar og erfiðar stungusendingar sem engu skiluðu. Liðið var því undir í leikhléi þrátt fyrir að vera talsvert sterkari aðilinn lungann af fyrri hálfleik.

Það voru aftur á móti Blikar sem byrjuðu síðari hálfleikinn. Þeir byrjuðu hann reyndar með látum og voru búnir að skora tvö mörk áður en KR-ingar hreinlega áttuðu sig á því að síðari hálfleikur væri hafinn.

KR-ingar mega eiga það að þeir börðust hetjulega og seldu sig dýrt. Þeim gekk þó ekkert að nýta færin sín. Voru reyndar líka óheppnir er boltinn smáll tvisvar í þverslá Blikamarksins.

Þetta var dagur Blika á meðan ekkert féll með KR. Tímabilið því titlalaust og mikil vonbrigði eftir að KR komst aftur á móti í séns á nýjan leik.

Blikar eru aftur á móti á beinu brautinni og virðast líklegir til þess að fara alla leið. Liðið vex með hverri raun og stenst hvert prófið á fætur öðru.

Blikastrákarnir eru að verða að mönnum og haldi þeir áfram á sömu braut þá verða þeir Íslandsmeistarar.

KR-Breiðablik  1-3

0-1 Haukur Baldvinsson (37.)

0-2 Kristinn Steindórsson (47.)

0-3 Alfreð Finnbogason (50.)

1-3 Guðjón Baldvinsson (64.)

Áhorfendur: 3.003

Dómari: Jóhannes Valgeirsson  4.

Skot (á mark): 16-11 (6-8)

Varin skot: Lars 5 – Ingvar 3

Horn: 7-4

Aukaspyrnur fengnar: 18-16

Rangstöður: 4-1

KR (4-3-3)

Lars Ivar Moldsked  7

Guðmundur Reynir Gunnarsson  6

Mark Rutgers  6

Grétar Sigfinnur Sigurðarson  6

Skúli Jón Friðgeirsson  5

Baldur Sigurðsson  5

Bjarni Guðjónsson  5

Viktor Bjarki Arnarsson  3

(58., Dofri Snorrason  4)

Óskar Örn Hauksson  6

(80., Björgólfur Takefusa  -)

Kjartan Henry Finnbogason  3

Guðjón Baldvinsson  7

Breiðablik (4-3-3)

Ingvar Þór Kale  7

Kristinn Jónsson  6

Kári Ársælsson  7

Elfar Freyr Helgason  7

Arnór Sveinn Aðalsteinsson   6

(65., Olgeir Sigurgeirsson  5)

Finnur Orri Margeirsson  5

Guðmundur Kristjánsson  6

Jökull Elísabetarson  7

Haukur Baldvinsson  8

(71., Andri Rafn Yeoman  -)

Kristinn Steindórsson  7

(80., Guðmundur Pétursson  -)

Alfreð Finnbogason  8 – Maður leiksins

 

Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að sjá lýsinguna þarf að smella hér: KR - Breiðablik




Fleiri fréttir

Sjá meira


×