Innlent

Ráðist að leigubílstjóra

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Farþegar veittust að leigubifreiðastjóra í Hamraborg Kópavogi í gær. Eftir að þeir slógu til hans yfirgaf hann bifreiðina og kallaði eftir aðstoð. Þegar lögregla kom á vettvang voru farþegarnir á bak og burt.

Leigubifreiðastjórinn fór á slysadeild til skoðunar. Ekki er vitað hverjir voru þarna að verki en lögreglan mun skoða málið nánar. Þá voru þrír handteknir á Kristnibraut í Grafarholti eftir slagsmál og að fylgja ekki fyrirmælum lögreglu. Þeir gistu fangageymslur og verða yfirheyrðir í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×