Fótbolti

Flottasta fótboltaauglýsing allra tíma - myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo er aðalstjarna auglýsingarinnar.
Cristiano Ronaldo er aðalstjarna auglýsingarinnar. Mynd/Getty Images
Margir af bestu og litríkustu knattspyrnumönnum heims fara á kostum í nýrri auglýsingu frá Nike sem er markaðssett í tengslum við HM í Suður-Afríku sem hefst í næstu viku. Auglýsingin ber nafnið "Nike - Write the Future".

Megin þema auglýsingarinnar er að sýna fram á það hvað það er oft stutt á milli að leikmenn verða hetjur eða skúrkar í stærstu leikjum fótboltans. Besta dæmið um það er þegar tveir hugsanlegir heimar Wayne Rooney eru bornir saman á fróðlegan hátt.

Auglýsingin hefst með Didier Drogba og endar á Cristiano Ronaldo en stórstjörnur eins og Fabio Cannavaro, Ronaldinho, Roger Federer, og Kobe Bryant koma einnig við sögu í þessari mögnuðu auglýsingu.

Það er vel þess virði að skoða auglýsinguna sem finna má hér því hver getur sleppt því að sjá Cristiano Ronaldo klobba Homer Simpson eða sjá Wayne Rooney fara illa með Roger Federer í borðtennis.




















Fleiri fréttir

Sjá meira


×