Innlent

Meintir stórþjófar handteknir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglan handtók þrjá menn vegna innbrotafaraldurs. Mynd/ Pjetur.
Lögreglan handtók þrjá menn vegna innbrotafaraldurs. Mynd/ Pjetur.
Þrír menn voru handteknir í gærkvöld grunaðir um innbrot og þjófnaði í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi.

Mennirnir verða yfirheyrðir í dag vegna málanna. Þeir eru meðal annars grunaðir um að hafa stolið þremur fjórhjólum í Skorradal í fyrrinótt. Eitt þeirra hefur þegar fundist. Allt frá því 25. apríl síðastliðnum hefur lögreglunni borist tilkynningar um innbrot í fimmtán sumarbústaði í Borgarfirðinum.

Grunur leikur á að hinir handteknu tengist þessum innbrotum og er það til athugunar. Verðmæti þeirra muna sem teknir hafa verði hleypur á hundruðum þúsunda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×