Innlent

Biskup spyr frambjóðendur um afstöðu til þjóðkirkjunnar

Biskupsstofa hefur sent frambjóðendum til stjórnlagaþings bréf þar sem óskað er eftir afstöðu þeirra til aðskilnaðs ríkis og kirkju. Svör frambjóðenda verða birt á vef þjóðkirkjunnar.

Í bréfinu fer Biskupsstofa þess á leit við frambjóðendur að þeir gerir grein fyrir afstöðu sinni til 62. greinar stjórnarskrárinnar þar sem nú segir:

„Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda. Breyta má þessu með lögum."

Frambjóðendur eru spurðir hvort þeim finnist ástæða til að breyta þessari grein, og þá hvernig. Einnig er óskað eftir afstöðu þeirra til núverandi sambands ríkis og þjóðkirkju.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×