Innlent

Tilkynnt um færri nauðganir

Erla Hlynsdóttir skrifar
Nauðgunum hefur fækkað frá fyrra ári, samkvæmt tölum frá Ríkislögreglustjóra.
Nauðgunum hefur fækkað frá fyrra ári, samkvæmt tölum frá Ríkislögreglustjóra.
Tilkynnt hefur verið um færri nauðganir það sem af er ári en á sama tíma í fyrra. Fyrstu níu mánuði ársins var embætti ríkislögreglustjóra tilkynnt um 40 nauðganir. Á sama tíma í fyrra höfðu embættinu borist 47 tilkynningar og 48 árið þar á undan.

Heildarfjöldi tilkynntra kynferðisbrota er einnig minni í ár. Ríkislögreglustjóra hafa borist 168 kynferðisbrotamál á fyrstu níu mánuðum ársins. Á sama tíma í fyrra var fjöldinn 201 og enn fleiri mál höfðu borist á sama tíma árið 2008, eða 254.

Þegar leitað var eftir upplýsingum hjá embætti ríkislögreglustjóra um mögulegar skýringar á þessari fækkun fengust þau svör að varast beri að túlka fækkunina vegna þess hversu fáar tilkynningarnar væru. Því væri erfitt að segja til um hvort þarna sé í raun um færri kynferðisbrot að ræða, og þar með færri nauðganir, eða hvort það sé aðeins tilkynningunum sem hefur fækkað.

Tekið skal fram að tölur frá ríkislögreglustjóra koma frá öllu landinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×