Innlent

Icelandair flýtir flugi vegna óvissu um öskufall

Icelandair flýtir flugi.
Icelandair flýtir flugi.

Icelandair hefur tilkynnt að brottför tveggja fluga félagsins frá Keflavíkurflugvelli á morgun, þriðjudaginn 27. apríl verður flýtt. Ástæðan er sú að nokkur óvissa er um flug til og frá Keflavíkurflugvelli síðdegis á morgun vegna ösku frá Eyjafjallajökli. Þessi breyting hefur ekki áhrif á annað flug Icelandair á morgun.

Annars vegar er um að ræða flug FI689 til Orlando, sem átti að fara kl.17.10, en brottför þess verður kl 09.00 í fyrramálið. Hins vegar flug FI412 til Glasgow sem átti að fara kl, 12.00, en því hefur einnig verið flýtt til kl. 09.00 í fyrramálið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×