Innlent

Farþegarnir útskrifaðir í dag

Farþegarnir fimm, sem fluttir voru veikir á sjúkrahús úr erlendri farþegaþotu, sem lenti óvænt á Keflavíkurflugvelli rétt fyrir klukkan sjö í morgun, eru allir á batavegi og verða útskrifaðir í dag.

Þetta var Airbus 340 breiðþota frá Lufthansa, á leið frá New York til Munchen í Þýskalandi. Yfir miðju Norður-Atlantshafinu veiktust fimm farþegar skyndilega og svo hastarlega að flugstjórinn ákvað að lenda á næsta velli, sem var Keflavíkurflugvöllur.

Þar biðu læknar og nokkrir sjúkrabílar og eftir að hafa skoðað fólkið var ákveðið að flytja fjóra á Landspítalann og einn á heilsustofnunina í Keflavík. Að sögn læknis á Landsspítalanum eru orsakir veikindanna óljósar, en um matrareitrun geti verið að ræða. Allir væru nú að ná sér.

Sýnishorn af matnum, sem fólkið borðaði um borð í vélinni hefur verið sent sóttvarnalækni til skoðunar. Farangur allra farþega var tekinn úr vélinni til að finna töskur þeirra fimm, sem eftir urðu, og eftir að hafa svo tekið eldsneyti og verið afísuð fyrir flugtak, hélt vélin aftur í loftið klukkan klkukkan hálf ellefu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×