Innlent

Lufthansavél lenti á Keflavíkurvelli vegna veikra farþega

Fimm farþegar úr Airbus 320 breiðþotu Lufthansa, sem lenti óvænt á Keflavíkurflugvelli rétt fyrir klukkan sjö í morgun, voru fluttir á Landsspítalann í Reykjavík, þar sem þeir eru nú til rannsóknar.

Vélin var á leið frá New York til Munchen í Þýskalandi, þegar fimm farþegar veiktust skyndilega og svo hastarlega að flugstjórinn ákvað að lenda á næsta velli, sem var Keflavíkruflugvöllur.

Þar biðu læknar og nokkrir sjúkrabílar og eftir að hafa skoðað fólkið var ákveðið að flytja það á Landspítalann. Síðan var farangur fólksins tekinn úr vélinni og fór hún í loftið á ný klukkan átta, þar sem ekki var óttast að fleiri veiktust.

Það verður svo rannsakað í Munchen hvað olli því að fólkið veiktist










Fleiri fréttir

Sjá meira


×