Innlent

Börnum fækkar í Þjóðkirkjunni

Börnum og unglingum sem skráð eru í Þjóðkirkjuna hefur fækkað á undanförnum árum. Nú eru 80 prósent barna og unglinga 17 ára og yngri skráð í Þjóðkirkjuna. Árið 2000 var þetta hlutfall 90 prósent. Fækkunin nemur því 12,5 prósentum

Nú eru 64.790 börn og ungmenni undir 18 ára aldri skráð í Þjóðkirkjuna samkvæmt vef Hagstofunnar.

Árið 2000 voru þau 69.865. Á þessu sama tímabili hefur börnum og unglingum á þessum aldri fjölgað úr 77.855 í 80.682. Þar af leiðandi er raunfækkun barna og unglinga í Þjóðkirkjunni 12,5 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×