Innlent

Lenti á Keflavíkurflugvelli vegna reyks í farþegarými

Mynd/Valli

Farþegaþota flugfélagsins United Airlines lenti á Keflavíkurflugvelli á fimmta tímanum í dag vegna reyks í farþegarými. Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli.

Að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa Isavia áður Flugstoðir, gekk lendingin vel. Ekki liggur fyrir af hverju reykur kom upp í farþegarýminu flugvélarinnar sem var á leið frá London til San Francisco. Um borð voru 285 farþegar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×