Útlit fyrir töluverða fækkun í bændastétt 16. október 2010 06:00 Í nýrri grein í Vísbendingu er bent á að þótt framleiðni í íslenskum landbúnaði sé minni en í heitari löndum ráði ekki loftslagið eitt. Norskar kýr gefi til dæmis af sér meiri nytjar en íslenskar. Fréttablaðið/Vilhelm Horfur eru á að bændum fækki mikið á næstunni, að því er segir í efnahagstímaritinu Vísbendingu. Fækkunin er sögð afleiðing breyttra aðstæðna í búrekstri og viðbragða bændastéttarinnar við þeim. „Eitt af því sem veldur því að íslenskir bændur eiga erfitt uppdráttar er minnkandi neysla á mörgum landbúnaðarafurðum,“ segir í Vísbendingu. Bændur eru sagðir hafa brugðist við breyttum aðstæðum með því að stækka bú sín, kaupa vélar og bæta húsakost. Bent er á að sé horft til sauðfjár- og kúabúa saman komi í ljós að stór bú framleiði að jafnaði þrjátíu sinnum meira en þau litlu. Frá þeim fimmtungi búanna sem minnst framleiði komi aðeins 1,8 prósent heildarafurða, en stærsti fimmtungurinn framleiði 54 prósent heildarafurða. „Líklegt er að á minnstu býlunum verði hefðbundnum landbúnaði fyrst hætt og því muni bændum fækka mikið á næstunni,“ segir í umfjöllun Vísbendingar. Þá er sagt áhyggjuefni hversu erfiður reksturinn hafi verið bændum undanfarið og mikið tap bæði í sauðfjár- og nautgriparækt árið 2008. „Í báðum tilvikum er skýringa að leita í miklum fjármagnskostnaði, en skuldir bænda stórhækkuðu það ár vegna gengisfalls krónunnar.“ Ólíklegt er talið að meðalbú standi undir fjármagnskostnaði á næstu árum miðað við að afkoma fyrir fjármagnsliði verði svipuð á næstu árum og árið 2008. Í greininni er allítarlega farið yfir þróun landbúnaðar hér á landi frá upphafi 20. aldar. „Í Bændablaðinu mátti nýlega sjá þær upplýsingar að finnskum bændum hefði fækkað um helming frá því að landið gekk inn í Evrópusambandið. Ekki er ástæða til þess að efa að þær upplýsingar séu réttar,“ segir í Vísbendingu en um leið er bent á að á sama tíma muni norskum bændum hafa fækkað heldur meira. Þá virðist þróunin hafa verið svipuð hér á landi. Fækkun starfa í hefðbundnum landbúnaði er sögð langtímaþróun í öllum vestrænum löndum og ólíkleg til að stöðvast, hvort sem Íslendingar verði utan eða innan ESB. Þá er vísað í tölur Bændasamtakanna um hækkandi meðalaldur búfjáreigenda, sem sé nú 54 ár, en hafi verið 52 ár fyrir nokkrum árum. „Þróunin virðist vera svipuð í öllum sýslum landsins.“ olikr@frettabladid.is Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Horfur eru á að bændum fækki mikið á næstunni, að því er segir í efnahagstímaritinu Vísbendingu. Fækkunin er sögð afleiðing breyttra aðstæðna í búrekstri og viðbragða bændastéttarinnar við þeim. „Eitt af því sem veldur því að íslenskir bændur eiga erfitt uppdráttar er minnkandi neysla á mörgum landbúnaðarafurðum,“ segir í Vísbendingu. Bændur eru sagðir hafa brugðist við breyttum aðstæðum með því að stækka bú sín, kaupa vélar og bæta húsakost. Bent er á að sé horft til sauðfjár- og kúabúa saman komi í ljós að stór bú framleiði að jafnaði þrjátíu sinnum meira en þau litlu. Frá þeim fimmtungi búanna sem minnst framleiði komi aðeins 1,8 prósent heildarafurða, en stærsti fimmtungurinn framleiði 54 prósent heildarafurða. „Líklegt er að á minnstu býlunum verði hefðbundnum landbúnaði fyrst hætt og því muni bændum fækka mikið á næstunni,“ segir í umfjöllun Vísbendingar. Þá er sagt áhyggjuefni hversu erfiður reksturinn hafi verið bændum undanfarið og mikið tap bæði í sauðfjár- og nautgriparækt árið 2008. „Í báðum tilvikum er skýringa að leita í miklum fjármagnskostnaði, en skuldir bænda stórhækkuðu það ár vegna gengisfalls krónunnar.“ Ólíklegt er talið að meðalbú standi undir fjármagnskostnaði á næstu árum miðað við að afkoma fyrir fjármagnsliði verði svipuð á næstu árum og árið 2008. Í greininni er allítarlega farið yfir þróun landbúnaðar hér á landi frá upphafi 20. aldar. „Í Bændablaðinu mátti nýlega sjá þær upplýsingar að finnskum bændum hefði fækkað um helming frá því að landið gekk inn í Evrópusambandið. Ekki er ástæða til þess að efa að þær upplýsingar séu réttar,“ segir í Vísbendingu en um leið er bent á að á sama tíma muni norskum bændum hafa fækkað heldur meira. Þá virðist þróunin hafa verið svipuð hér á landi. Fækkun starfa í hefðbundnum landbúnaði er sögð langtímaþróun í öllum vestrænum löndum og ólíkleg til að stöðvast, hvort sem Íslendingar verði utan eða innan ESB. Þá er vísað í tölur Bændasamtakanna um hækkandi meðalaldur búfjáreigenda, sem sé nú 54 ár, en hafi verið 52 ár fyrir nokkrum árum. „Þróunin virðist vera svipuð í öllum sýslum landsins.“ olikr@frettabladid.is
Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira