Innlent

Vatn sprautaðist yfir rannsóknartæki

Aðalbygging Háskóla Íslands. Vatn sprautaðist yfir rannsóknartæki í húsnæði verkfræðideildar skólans við Hjarðarhaga í morgun.
Aðalbygging Háskóla Íslands. Vatn sprautaðist yfir rannsóknartæki í húsnæði verkfræðideildar skólans við Hjarðarhaga í morgun. Mynd/Pjetur
„Það fór rör í loftinu í sundur þannig að vatn sprautaðist yfir rannsóknartæki," segir Bergur Gunnarsson, einn af umsjónarmönnum bygginga Háskóla Íslands. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út laust eftir klukkan níu í morgun vegna vatnsleka í VR-III, húsnæði verkfræðideildar skólans við Hjarðarhaga.

Slökkviliðsmenn voru um klukkustund á staðnum en að sögn varðstjóra hafði mikið af köldu vatni flætt um gólf byggingarinnar. Slökkviliðsmenn nutu aðstoðar starfsmanna skólans.

Ekki er vitað um skemmdir. „Við vitum það ekki strax. Það er ekki búið að yfirfara tækin og að það skýrist væntanlega ekki fyrr en þau verða notuð. Svo eiga hurðir og annar húsbúnaður eflaust eftir að bólgna þegar rakinn fer úr þeim."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×