Innlent

Ölvaðir í kappakstri

Mynd/Pjetur
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði tvo ökumenn sem voru í kappakstri á Suðurlandsbraut í Reykjavík á þriðja tímanum nótt. Mennirnir voru færðir á lögreglustöðina við Hverfisgötu eftir að í ljós kom að þeir óku báðir undir áhrifum áfengis og auk þess án réttinda. Mennirnir eru báðir 22 ára.

Öðrum þeirra var sleppt undir morgun en hinum verður haldið áfram á lögreglustöðinni, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá lögreglu. Sá hefur ekki viðurkennt að hafa ekið annarri bifreiðinni en auk hans var farþegi í umræddri bifreið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×