Ólafur kom hnéskelinni aftur á réttan stað Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. maí 2010 14:30 Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis. Mynd/Valli Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, kom Oddi Inga Guðmundssyni leikmanni liðsins til hjálpar þegar sá síðarnefndi meiddist á hné á æfingu í vikunni. Fótbolti.net greindi frá því í dag að Oddur Ingi meiddist þegar að hann var að teygja sig í boltann og fóturinn hafi einfaldlega orðið „eftir í grasinu". Ólafur sagði við Vísi að hnéskelin hjá Oddi Inga hafi farið út á hlið. „Ég þurfti bara að koma henni á réttan stað aftur," sagði Ólafur sem vissi hvernig ætti að bregðast við. „Maður hefur upplifað ýmislegt í boltanum og þetta var ekki í fyrsta sinn sem ég sá svona lagað gerast. Aðalmálið er að anda með nefinu, hugsa skýrt og bregðast rétt við," sagði Ólafur. Óvíst er hversu lengi Oddur Ingi verður frá en hann gekk til liðs við Fylki frá Þrótti í sumar. „Það er ekki alveg komið á hreint þar sem bólgan í hnénu þarf að fá tíma til að jafna sig. Vonandi er þetta lítill skaði en það er þó mögulegt að hann verði frá í 2-3 mánuði. Það fer eftir því hversu illa vefir og liðbönd eru farin - hnéskelin fór helvíti langt út á hlið." Í gær var greint frá því að annar gamall Þróttari, Rafn Andri Haraldsson, verði frá í sumar eftir að hann sleit krossbönd í hné í leik með Breiðabliki um síðustu helgi. „Þeir verða líklega saman í vídjóspólunum í sumar," sagði Ólafur í léttum dúr. „En auðvitað vona ég að meiðsli Odds séu ekki jafn alvarleg og hjá Rafni Andra." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, kom Oddi Inga Guðmundssyni leikmanni liðsins til hjálpar þegar sá síðarnefndi meiddist á hné á æfingu í vikunni. Fótbolti.net greindi frá því í dag að Oddur Ingi meiddist þegar að hann var að teygja sig í boltann og fóturinn hafi einfaldlega orðið „eftir í grasinu". Ólafur sagði við Vísi að hnéskelin hjá Oddi Inga hafi farið út á hlið. „Ég þurfti bara að koma henni á réttan stað aftur," sagði Ólafur sem vissi hvernig ætti að bregðast við. „Maður hefur upplifað ýmislegt í boltanum og þetta var ekki í fyrsta sinn sem ég sá svona lagað gerast. Aðalmálið er að anda með nefinu, hugsa skýrt og bregðast rétt við," sagði Ólafur. Óvíst er hversu lengi Oddur Ingi verður frá en hann gekk til liðs við Fylki frá Þrótti í sumar. „Það er ekki alveg komið á hreint þar sem bólgan í hnénu þarf að fá tíma til að jafna sig. Vonandi er þetta lítill skaði en það er þó mögulegt að hann verði frá í 2-3 mánuði. Það fer eftir því hversu illa vefir og liðbönd eru farin - hnéskelin fór helvíti langt út á hlið." Í gær var greint frá því að annar gamall Þróttari, Rafn Andri Haraldsson, verði frá í sumar eftir að hann sleit krossbönd í hné í leik með Breiðabliki um síðustu helgi. „Þeir verða líklega saman í vídjóspólunum í sumar," sagði Ólafur í léttum dúr. „En auðvitað vona ég að meiðsli Odds séu ekki jafn alvarleg og hjá Rafni Andra."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti