Birta hannar kjól Heru 19. febrúar 2010 05:45 Birta snýr aftur Birta Björnsdóttir mun hanna kjólinn sem Hera Björk Þórhallsdóttir klæðist í Eurovision. Hera Björk klæddist kjól frá Birtu á lokakvöldi Söngvakeppni sjónvarpsins og þegar hún hafnaði í öðru sæti í danska Eurovision. Fréttablaðið/Anton „Við erum byrjaðar að pæla aðeins og hugsa en það er ekkert niðurneglt. Við erum með ákveðnar hugmyndir í kollinum," segir Hera Björk Þórhallsdóttir en Birta Björnsdóttir hjá Júniform mun hanna kjólinn sem söngkonan klæðist þegar hún syngur framlag Íslands í Eurovision-söngvakeppninni í Ósló. Hera segir þær fullar af eldmóði en Birta hannaði kjólinn sem Hera klæddist á úrslitakvöldinu hér á landi og einnig kjólinn sem söngkonan var í þegar hún hafnaði í öðru sæti í dönsku söngvakeppninni fyrir rúmu ári. „Ég hef alltaf verið mjög hrifin af hennar hönnun og hún hentar konum með mitt vaxtarlag mjög vel." Nafn Birtu hefur verið á allra vörum að undanförnu eftir að Fréttablaðið greindi frá bréfi Lindu Bjargar Árnadóttur, fagstjóra fatahönnunarbrautar LHÍ, til Evu Maríu Jónsdóttur, þar sem kjólar hönnuðarins voru gagnrýndir harðlega og þeir sagðir ljótustu kjólarnir sem sést hefðu í sjónvarpi. Birta sendi í gær fjölmiðlum afrit af bréfi sínu til rektors LHÍ þar sem hún óskaði eftir afsökunarbeiðni frá skólanum en eins og Fréttablaðið greindi frá í gær þá stendur rektorinn, Hjálmar H. Ragnarsson, með fagstjóranum, Hera segir að þessi umræða hafi ekki dregið þær niður. „Nei, síður en svo. Við látum þetta ekki hafa nein áhrif á okkur, við erum bara fullar eldmóðs og það er hlaupið í okkur eitthvert keppnisskap. Við getum bara ekki beðið eftir því að hneyksla fólk," segir Hera og hlær. Hera var reyndar ekki í miklum Eurovision-pælingum þegar Fréttablaðið náði tali af henni því hún var að renna sér á skíðum í Hlíðarfjalli með fjölskyldunni. „Maður verður að slappa líka af en vinnan er í fullum gangi," segir Hera en hamingjuóskum hefur rignt yfir hana, meðal annars frá bakröddunum sem sungu með Heru í danska Eurovisioninu. Hera segir að bakraddirnar sem voru henni til halds og trausts í Söngvakeppni Sjónvarpsins verði með henni, að viðbættri stórsöngkonunni Kristjönu Stefánsdóttur. „Hún verður fjórða bakröddin og svo verður hún raddþjálfarinn minn. Þótt ég sé raddþjálfari líka þá þarf ég manneskju til að huga að röddinni." freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Spamalot í London Bíó og sjónvarp Deep Purple kemur til Íslands í fjórða sinn Tónlist Tony Hawk á Íslandi: Heilsaði upp á aðdáendur í Brettagarðinum og skoðaði Jökulsárlón Lífið RIFF kvikmyndakviss Bíó og sjónvarp Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Sjá meira
„Við erum byrjaðar að pæla aðeins og hugsa en það er ekkert niðurneglt. Við erum með ákveðnar hugmyndir í kollinum," segir Hera Björk Þórhallsdóttir en Birta Björnsdóttir hjá Júniform mun hanna kjólinn sem söngkonan klæðist þegar hún syngur framlag Íslands í Eurovision-söngvakeppninni í Ósló. Hera segir þær fullar af eldmóði en Birta hannaði kjólinn sem Hera klæddist á úrslitakvöldinu hér á landi og einnig kjólinn sem söngkonan var í þegar hún hafnaði í öðru sæti í dönsku söngvakeppninni fyrir rúmu ári. „Ég hef alltaf verið mjög hrifin af hennar hönnun og hún hentar konum með mitt vaxtarlag mjög vel." Nafn Birtu hefur verið á allra vörum að undanförnu eftir að Fréttablaðið greindi frá bréfi Lindu Bjargar Árnadóttur, fagstjóra fatahönnunarbrautar LHÍ, til Evu Maríu Jónsdóttur, þar sem kjólar hönnuðarins voru gagnrýndir harðlega og þeir sagðir ljótustu kjólarnir sem sést hefðu í sjónvarpi. Birta sendi í gær fjölmiðlum afrit af bréfi sínu til rektors LHÍ þar sem hún óskaði eftir afsökunarbeiðni frá skólanum en eins og Fréttablaðið greindi frá í gær þá stendur rektorinn, Hjálmar H. Ragnarsson, með fagstjóranum, Hera segir að þessi umræða hafi ekki dregið þær niður. „Nei, síður en svo. Við látum þetta ekki hafa nein áhrif á okkur, við erum bara fullar eldmóðs og það er hlaupið í okkur eitthvert keppnisskap. Við getum bara ekki beðið eftir því að hneyksla fólk," segir Hera og hlær. Hera var reyndar ekki í miklum Eurovision-pælingum þegar Fréttablaðið náði tali af henni því hún var að renna sér á skíðum í Hlíðarfjalli með fjölskyldunni. „Maður verður að slappa líka af en vinnan er í fullum gangi," segir Hera en hamingjuóskum hefur rignt yfir hana, meðal annars frá bakröddunum sem sungu með Heru í danska Eurovisioninu. Hera segir að bakraddirnar sem voru henni til halds og trausts í Söngvakeppni Sjónvarpsins verði með henni, að viðbættri stórsöngkonunni Kristjönu Stefánsdóttur. „Hún verður fjórða bakröddin og svo verður hún raddþjálfarinn minn. Þótt ég sé raddþjálfari líka þá þarf ég manneskju til að huga að röddinni." freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Spamalot í London Bíó og sjónvarp Deep Purple kemur til Íslands í fjórða sinn Tónlist Tony Hawk á Íslandi: Heilsaði upp á aðdáendur í Brettagarðinum og skoðaði Jökulsárlón Lífið RIFF kvikmyndakviss Bíó og sjónvarp Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Sjá meira